Segir rökin fyrir lokun ylstrandarinnar ekki halda vatni Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2020 19:49 Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur Stöð 2 Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira