Einar sakar Hjálmar um öfund og gamalkunnan æsing Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 12:22 Einar hefur svarað kallinu og gefur sannast sagna ekki mikið fyrir skrif Hjálmars, segir hann gleyma því að rithöfundar eru ekki fastráðnir hjá ýmsum listastofnunum eins og eigi til að mynda við um leikara og tónlistarfólk. visir/vilhelm/LHÍ Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“ Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“
Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira