Handbolti

Kraftaverkið í Barcelona: „Fæ gæsahúð að sjá þetta“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar fagna eftir jafnteflið við Barcelona.
Haukar fagna eftir jafnteflið við Barcelona. vísir/stöð 2 sport

Haukar spiluðu marga eftirminnilega Evrópuleiki í byrjun aldarinnar. Leikurinn gegn Barcelona í Palau Blaugrana í Meistaradeild Evrópu haustið 2003 stendur þó líklega upp úr. 

Haukar náðu jafntefli, 27-27, við eitt sterkasta lið Evrópu sem var nánast ósigrandi á heimavelli sínum. Andri Stefan skoraði jöfnunarmark Hauka úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leiktíminn rann út.

„Þetta er náttúrulega geggjað,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir upphafið af gullöld Hauka.

„Þetta var stórkostlegt. Ég fæ gæsahúð að sjá þetta,“ sagði Vignir um jöfnunarmark Andra Stefans.

Áður en að leiknum gegn Haukum kom hafði Barcelona unnið 40 leiki á heimavelli í röð. Eftir leikinn sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, að úrslitin væru ein þau bestu sem íslenskt lið hefði náð í Evrópukeppni í sögunni.

Klippa: Seinni bylgjan - Vignir og Ásgeir um jafnteflið við Barcelona

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×