Körfubolti

„Var kominn í þá stöðu í KR að gera raun og veru allt og ég fæ það í bakið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingi var gestur í Sportinu í dag í gær.
Ingi var gestur í Sportinu í dag í gær. vísir/s2s

Ingi Þór Steinþórsson, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í gær, segir að hann hafi fengið það í bakið hjá KR að vera gera allt hjá félaginu en Ingi var sem kunnugt er sagt upp störfum hjá KR í síðustu viku.

Ásamt því að vera þjálfa karlalið félagsins þá sinnti Ingi ansi mörgum störfum innan félagsins. Hann segir að margt hafi farið í gegnum huga sinn eftir að honum var sagt upp störfum en hann segir að hann hafi fundið mikinn stuðning frá fjölskyldu og vinum.

„Á svona tímum hugsar maður allan fjandann og hausinn er úti um allt. Þetta var alls ekki auðveldur tími en ég á góða vini, góða konu og gott fólk í kringum mig. Ég er búinn að tala við marga og fá mikil viðbrögð sem hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Ingi.

Íslandsmeistarinn Ingi segir að hann hafi ekki hugsað um að hætta körfuboltaþjálfun í bili og vildi að þjálfarinn Ingi Þór myndi halda áfram í boltanum.

„Ég var mjög ákveðinn í að þjálfarinn Ingi Þór ætlaði að fara út úr þessu því ég var kominn í þá stöðu í KR að gera raun og veru allt í kringum það sem þurfti að gera og ég fæ það í bakið. Ég ætla að læra að því og einbeita mér að vera þjálfari.“

Klippa: Sportið í dag - Ingi um KR

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×