Að biðja um aðstoð er oft áskorun fyrir stjórnendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:00 Það er ekki veikleiki hjá stjórnendum að biðja um aðstoð. Vísir/Getty Það kann að hljóma undarlega í eyru einhverra en sumir stjórnendur eiga erfitt með að óska eftir aðstoð samstarfsfélaga sinna. Þetta eru stjórnendurnir sem eru meðvitaðir um að starfsfólkið treystir á hann/hana í einu og öllu, viðkomandi er oft þekktur fyrir að vera fljótur til að taka ákvarðanir, hafa góða yfirsýn, vera snöggur að lesa í aðstæður eða sigta út ný tækifæri. Þetta getur hins vegar líka verið stjórnandinn sem finnur til mikils álags vegna þess að hann upplifir sig einangraðan, þ.e. veit ekki við hvern hann getur talað eða ráðfært sig við. David K. William skrifar fyrir Forbes, Harvard Business Review og Medium og er höfundur bókarinnar The 7 Non-Negotiables of Winning from Wiley and sons. William hefur skrifað um þá áskorun sem það oft reynist vera fyrir stjórnendur að biðja um aðstoð. Hann leitaði til nokkurra álitsgjafa sem gefa stjórnendum eftirfarandi ráð. Meiri helgun starfsmanna Það hafa flestir heyrt að eitt af því besta sem hver stjórnandi gerir er að ráða til sín fólk sem er færari en viðkomandi sjálfur á einhverjum sviðum. Ýmsar greinar eru til um þetta og oft er heimsþekkt forystufólk nefnt í þessu samhengi, s.s. Bill Gates, Mark Zuckerberg, Jeff Bezos og Oprah Winfrey. Allt eru þetta leiðtogar sem leggja áherslu á að raða í kringum sig fólk sem býr yfir styrkleikum umfram þau sjálf. En að leita til og ráðfæra sig við starfsfólk gerir annað og meir en að virkja rökræður við ákvarðanatökur. Starfsfólk tengist betur vinnustaðnum sínum, upplifir sinn eiginn verðleika betur og finnst það góð tilfinning að sjá og heyra að yfirmaður þeirra viðurkennir að auðvitað viti hann/hún ekki allt best og jafnvel lítið í einhverjum tilfellum. Virði starfsfólks viðurkennt Þegar stjórnandi leitar til starfsmanna eftir ráðum, svörum eða annarri þátttöku á starfsfólk auðveldara með að upplifa það í starfi að það sé metið að verðleikum. Þegar stjórnandi leitar til starfsfólks virkar það oft mjög hvetjandi fyrir starfsfólk og eykur kappsemina hjá fólki almennt að vilja gera eins vel og það mögulega getur. Fljúgum hærra Já og síðast en ekki síst má segja að fyrirtæki og samstarfsteymi séu líklegri til að setja stefnuna enn hærra en annars því það að finna hvernig þeim er treyst fyrir verkefnum er hvetjandi á svo jákvæðan og kappsaman hátt, allur eldmóður eykst. Fyrir vikið eykur stjórnandinn líkurnar á því að fyrirtækið nái lengra en björtustu vonir stóðu til um. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það kann að hljóma undarlega í eyru einhverra en sumir stjórnendur eiga erfitt með að óska eftir aðstoð samstarfsfélaga sinna. Þetta eru stjórnendurnir sem eru meðvitaðir um að starfsfólkið treystir á hann/hana í einu og öllu, viðkomandi er oft þekktur fyrir að vera fljótur til að taka ákvarðanir, hafa góða yfirsýn, vera snöggur að lesa í aðstæður eða sigta út ný tækifæri. Þetta getur hins vegar líka verið stjórnandinn sem finnur til mikils álags vegna þess að hann upplifir sig einangraðan, þ.e. veit ekki við hvern hann getur talað eða ráðfært sig við. David K. William skrifar fyrir Forbes, Harvard Business Review og Medium og er höfundur bókarinnar The 7 Non-Negotiables of Winning from Wiley and sons. William hefur skrifað um þá áskorun sem það oft reynist vera fyrir stjórnendur að biðja um aðstoð. Hann leitaði til nokkurra álitsgjafa sem gefa stjórnendum eftirfarandi ráð. Meiri helgun starfsmanna Það hafa flestir heyrt að eitt af því besta sem hver stjórnandi gerir er að ráða til sín fólk sem er færari en viðkomandi sjálfur á einhverjum sviðum. Ýmsar greinar eru til um þetta og oft er heimsþekkt forystufólk nefnt í þessu samhengi, s.s. Bill Gates, Mark Zuckerberg, Jeff Bezos og Oprah Winfrey. Allt eru þetta leiðtogar sem leggja áherslu á að raða í kringum sig fólk sem býr yfir styrkleikum umfram þau sjálf. En að leita til og ráðfæra sig við starfsfólk gerir annað og meir en að virkja rökræður við ákvarðanatökur. Starfsfólk tengist betur vinnustaðnum sínum, upplifir sinn eiginn verðleika betur og finnst það góð tilfinning að sjá og heyra að yfirmaður þeirra viðurkennir að auðvitað viti hann/hún ekki allt best og jafnvel lítið í einhverjum tilfellum. Virði starfsfólks viðurkennt Þegar stjórnandi leitar til starfsmanna eftir ráðum, svörum eða annarri þátttöku á starfsfólk auðveldara með að upplifa það í starfi að það sé metið að verðleikum. Þegar stjórnandi leitar til starfsfólks virkar það oft mjög hvetjandi fyrir starfsfólk og eykur kappsemina hjá fólki almennt að vilja gera eins vel og það mögulega getur. Fljúgum hærra Já og síðast en ekki síst má segja að fyrirtæki og samstarfsteymi séu líklegri til að setja stefnuna enn hærra en annars því það að finna hvernig þeim er treyst fyrir verkefnum er hvetjandi á svo jákvæðan og kappsaman hátt, allur eldmóður eykst. Fyrir vikið eykur stjórnandinn líkurnar á því að fyrirtækið nái lengra en björtustu vonir stóðu til um.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira