Skoða hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04
Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28