Hvað sagði Pippen eiginlega við Malone sem tók þann síðarnefnda á taugum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 16:30 Pippen virðist hafa náð til Karl Malone í úrslitum NBA-deildarinnar árið 1997. Jed Jacobsohn /Allsport Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“ Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira