Þrjú ný smit úr Verónavélinni Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 20:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05