Ísland „fullkominn áfangastaður“ fyrir flóttann undan Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 11:37 Ferðamenn taka myndir í Vestri-Fellsfjöru sumarið 2019, þegar ný kórónuveira hafði ekki látið á sér kræla. Vísir/Vilhelm Ísland er „fullkominn áfangastaður“ til að komast í skjól undan kórónuveirunni, að mati pistlahöfundar bandarísku Bloomberg-fréttastofunnar, nú þegar opnun landamæra hefur víða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. Hann fer yfir góðan árangur íslenskra heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við veiruna og segir að önnur lönd mættu taka sér Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. „Ísland er einn áfangastaður sem nefna má sérstaklega, sem gæti orðið að fullkomnum áfangastað til að komast undan Covid-19. Þessi agnarsmáa eyjaþjóð, hverrar fólksfjöldi telur 360 þúsund, hefur löngum verið þekkt fyrir stórbrotið landslag, norðurljós, hraunhella og bakgrunn sjónvarpsþátta á borð við Game of Thrones,“ skrifar Lionel Laurent, pistlahöfundur Bloomberg og fyrrverandi blaðamaður hjá Reuters-fréttaveitunni og tímaritinu Forbes, í grein sem birtist á vef Bloomberg í dag. Laurent bendir á að undanfarna mánuði hafi Íslandsumfjöllun á alþjóðlegum vettvangi þó að mestu snúist um viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafi hlotið mikið lof fyrir að hafa náð að „halda faraldrinum í skefjum án þess að koma á óreiðukenndum og harðneskjulegum lokunum.“ „Frá upphafi faraldursins skar Ísland sig úr hópi flestra Evrópuríkja með því að hafa tilbúna fyrirbyggjandi áætlun og fylgja henni,“ skrifar Laurent. Hann fer þannig yfir víðtækar skimanir heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir veirunni sem hófust strax í febrúar. „Með því að beita sóttkví og smitrakningu sneiddi landið hjá öfgum á báða bóga, þ.e. algjöru útgöngubanni eða einfaldlega að sleppa veirunni lausri (í von um að ná hjarðónæmi). Niðurstaðan er þjóð þar sem aðeins hafa verið staðfest 1802 tilfelli og tíu dauðsföll,“ skrifar Laurent. Sanngjörn skipti Þá bendir hann á fyrirhugaða opnun landsins 15. júní, þar sem ferðalöngum mun standa til boða að gangast undir veirupróf í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví – líkt og stjórnvöld tilkynntu um nú fyrr í vikunni. Laurent leiðir að því líkum að með þessu verði ferðalangar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappinu Rakning C-19, sem vakið hefur athygli utan landsteinanna – en virðist þó eftir allt saman ekki hafa valdið neinum straumhvörfum í smitrakningu. „En það virðist sanngjarnt, í ljósi öflugrar persónuverndarlöggjafar í landinu. Í skiptum fyrir þessi tiltölulega léttvægu skilyrði fá gestir að fara um landið, laust við mannmergð, harðar ferðatakmarkanir og andlitsgrímur. Það eru góð skipti,“ skrifar Laurent. „Á meðan önnur lönd eiga í erfiðleikum með að stíga upp úr útgöngubanni, og vilja um leið efla ferðamannaiðnaðin, er tilefni til að fylgjast með Íslandi. Ef lítil eyja hefur burði til að skima, rekja og einangra tilfelli kórónuveiru, og koma ferðamennsku af stað á nokkrum mánuðum, þá er hægt að gera það annars staðar.“ Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands vakti strax athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Fjöldi erlendra miðla hefur til að mynda sagt að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði þannig allavega til að byrja með. „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ísland er „fullkominn áfangastaður“ til að komast í skjól undan kórónuveirunni, að mati pistlahöfundar bandarísku Bloomberg-fréttastofunnar, nú þegar opnun landamæra hefur víða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. Hann fer yfir góðan árangur íslenskra heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við veiruna og segir að önnur lönd mættu taka sér Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. „Ísland er einn áfangastaður sem nefna má sérstaklega, sem gæti orðið að fullkomnum áfangastað til að komast undan Covid-19. Þessi agnarsmáa eyjaþjóð, hverrar fólksfjöldi telur 360 þúsund, hefur löngum verið þekkt fyrir stórbrotið landslag, norðurljós, hraunhella og bakgrunn sjónvarpsþátta á borð við Game of Thrones,“ skrifar Lionel Laurent, pistlahöfundur Bloomberg og fyrrverandi blaðamaður hjá Reuters-fréttaveitunni og tímaritinu Forbes, í grein sem birtist á vef Bloomberg í dag. Laurent bendir á að undanfarna mánuði hafi Íslandsumfjöllun á alþjóðlegum vettvangi þó að mestu snúist um viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafi hlotið mikið lof fyrir að hafa náð að „halda faraldrinum í skefjum án þess að koma á óreiðukenndum og harðneskjulegum lokunum.“ „Frá upphafi faraldursins skar Ísland sig úr hópi flestra Evrópuríkja með því að hafa tilbúna fyrirbyggjandi áætlun og fylgja henni,“ skrifar Laurent. Hann fer þannig yfir víðtækar skimanir heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir veirunni sem hófust strax í febrúar. „Með því að beita sóttkví og smitrakningu sneiddi landið hjá öfgum á báða bóga, þ.e. algjöru útgöngubanni eða einfaldlega að sleppa veirunni lausri (í von um að ná hjarðónæmi). Niðurstaðan er þjóð þar sem aðeins hafa verið staðfest 1802 tilfelli og tíu dauðsföll,“ skrifar Laurent. Sanngjörn skipti Þá bendir hann á fyrirhugaða opnun landsins 15. júní, þar sem ferðalöngum mun standa til boða að gangast undir veirupróf í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví – líkt og stjórnvöld tilkynntu um nú fyrr í vikunni. Laurent leiðir að því líkum að með þessu verði ferðalangar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappinu Rakning C-19, sem vakið hefur athygli utan landsteinanna – en virðist þó eftir allt saman ekki hafa valdið neinum straumhvörfum í smitrakningu. „En það virðist sanngjarnt, í ljósi öflugrar persónuverndarlöggjafar í landinu. Í skiptum fyrir þessi tiltölulega léttvægu skilyrði fá gestir að fara um landið, laust við mannmergð, harðar ferðatakmarkanir og andlitsgrímur. Það eru góð skipti,“ skrifar Laurent. „Á meðan önnur lönd eiga í erfiðleikum með að stíga upp úr útgöngubanni, og vilja um leið efla ferðamannaiðnaðin, er tilefni til að fylgjast með Íslandi. Ef lítil eyja hefur burði til að skima, rekja og einangra tilfelli kórónuveiru, og koma ferðamennsku af stað á nokkrum mánuðum, þá er hægt að gera það annars staðar.“ Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands vakti strax athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Fjöldi erlendra miðla hefur til að mynda sagt að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði þannig allavega til að byrja með. „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira