Kompás hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 16:59 Verðlaunahafar fyrir viðtal ársins taldir frá vinstri til hægri. Jóhann K. Jóhannsson, Erla Björg Gunnarsdóttir, Arnar Jónmundsson, framleiðandi þáttanna, og Nadine Guðrún Yaghi. vísir Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir. Fjölmiðlar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir.
Fjölmiðlar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira