Sorg í atvinnulífi Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2020 09:00 Tilfinning sorgar getur tengst viðskiptum og rekstri. Til dæmis þegar horfast þarf í augu við að rekstur mun ekki ganga upp. Vísir/Vilhelm Nokkru fyrir páska sátu starfsmenn Harward Business Review saman á fjarfundi. Skjárinn sýndi fjölda andlita samstarfsmanna eins og svo margir hér eru farnir að þekkja úr vinnuumhverfi á tímum kórónuveiru. Við erum í fjarvinnu, öðruvísi nánd. Allir í samkomubanni. Umræðuefni fundarins snerist um hvað Harward Business Review gæti gert til að hjálpa til í aðstæðum heimsfaraldurs. Þar sem miðlun upplýsinga og sérfræðiþekkingar hefur aldrei verið jafn mikilvæg og einmitt nú. Eftir smá stund fóru umræðurnar að snúast um tilfinningar. Ein í hópnum viðurkenndi að fyrst og fremst fyndi hún fyrir sorg. Andlitin á skjánum kinkuðu öll kolli. Já, um þetta voru allir sammála. En getur atvinnulífið upplifað sorg? Svarið við þessari spurningu er já og kannski er sorg í atvinnulífinu meira til staðar en okkur dettur fyrst í hug. Skoðum dæmi. Sorg atvinnumissis Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið á Vísi um uppsagnir og áhrif þeirra á líðan fólks. Þar kom fram að þegar fólki er sagt upp starfi, fer það oft í gegnum fimm stig sorgarferlis. Þessi fimm stig eru: Afneitun, reiði, samningar, sorg og samþykki. Í umfjöllun Atvinnulífsins Uppsagnir: Af hverju ég? leiðir Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, lesendur í gegnum hvert stig sorgarferilsins. Að sögn Eyþórs birtast ólík stig sorgarferilsins á afar mismunandi hátt hjá fólki en mikilvægt er fyrir fólk sem missir starf sitt eða stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, átti sig á því að þessi viðbrögð eru eðlileg viðbrögð við þá erfiðu reynslu sem uppsögn er. Sorg viðskipta Þau fimm stig sorgarferilsins sem hér eru nefnd, eru afrakstur rannsókna geðlæknisins Elísabethar Kübler-Ross. Um þau skrifaði hún í bókina On Death and Dying árið 1969. Sorgarstigin fimm hafa einnig verið sett í samhengi við sorg í viðskiptum og rekstri. Missirinn felst þá í því að reksturinn missir tekjur og viðskiptavini sem verður þess valdandi að öll starfssemin lamast og jafnvel hættir. Skoðum þetta aðeins nánar: »Stig 1: Afneitun. Það að trúa varla aðstæðum eða í hvað stefnir. »Stig 2: Reiði. Þessi reiði getur beinst að utanaðkomandi aðilum, til dæmis því hvernig stjórnvöld eru að bregðast við, bankar, birgjar, samkeppnisaðilar. Reiðin getur jafnvel birst í svekkelsi yfir því að viðskiptavinirnir séu ekki meira til staðar þegar á reynir eða að starfsfólkið styðji ekki betur við reksturinn. »Stig 3: Samningar. Þegar hér er komið, er reksturinn kominn í viðbragðsstöðu þar sem falast er eftir greiðslufrestum, endurskoðun samninga og verðs og eins og sjá má hérlendis: Samninga um skert starfshlutfall. »Stig 4: Sorgin. Að horfast í augu við að hlutirnir eru ekki að ganga upp, þrátt fyrir að hafa reynt ýmsar leiðir og lausnir. Að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Ná hvorki að standa við samninga eða að auka veltu né viðskipti. »Stig 5: Samþykki. Að sætta við stöðuna eins og hún blasir við og gera áætlanir um framtíðina miðað við þessa stöðu. Á þessu stigi er fyrst farið að búa reksturinn undir breytta tíma þar sem veröldin sem var er horfin og veröldin sem verður er markmiðið. Stefnumótun og ný framtíðarsýn fylgir í kjölfarið. Dimmt yfir öllu á tímum kórónufaraldurs.Vísir/Vilhelm Tilgangurinn Svo fór að í kjölfar fundarins sem vitnað var í hér í upphafi að Harward Review birti greinina „That Discomfort You‘re Feeling Is Grief.“ Þar er rætt við David nokkurn Kessler, sem var meðhöfundur og samstarfsaðili Elísabethar Kübler-Ross á sínum tíma. Kessler gefur lesendum nokkur ráð um hvernig hver og einn getur náð tökum á þeim sorgartilfinningum sem flestir eru að upplifa. Ekki síst minnir Kessler fólk á að aðstæðurnar nú eru tímabundnar og þær munu taka enda. Kessler mælir með því að fólk segi þetta stundum upphátt því það eitt og sér getur hjálpað. En Kessler segist líka hafa fengið leyfi hjá aðstandendum Elizabetar Kübler-Ross, sem lést árið 2004, til að bæta sjötta stigi sorgarferilsins. Það segir hann vera: Tilgangurinn. Að mati Kessler mun heimurinn með tímanum sjá einhvern tilgang í því ástandi sem nú ríkir. Í reynd séum við nú þegar farin að læra margt af því. Til dæmis hvernig tæknin getur hjálpað okkur að eiga í samskiptum þótt við séum aðskilin. Eða hversu gefandi göngutúr getur verið. ,,Ég er sannfærður um að við munum halda áfram að læra af þessum aðstæðum og skilja síðar hver tilgangurinn með þessu öllu saman var,“ segir Kessler. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Nokkru fyrir páska sátu starfsmenn Harward Business Review saman á fjarfundi. Skjárinn sýndi fjölda andlita samstarfsmanna eins og svo margir hér eru farnir að þekkja úr vinnuumhverfi á tímum kórónuveiru. Við erum í fjarvinnu, öðruvísi nánd. Allir í samkomubanni. Umræðuefni fundarins snerist um hvað Harward Business Review gæti gert til að hjálpa til í aðstæðum heimsfaraldurs. Þar sem miðlun upplýsinga og sérfræðiþekkingar hefur aldrei verið jafn mikilvæg og einmitt nú. Eftir smá stund fóru umræðurnar að snúast um tilfinningar. Ein í hópnum viðurkenndi að fyrst og fremst fyndi hún fyrir sorg. Andlitin á skjánum kinkuðu öll kolli. Já, um þetta voru allir sammála. En getur atvinnulífið upplifað sorg? Svarið við þessari spurningu er já og kannski er sorg í atvinnulífinu meira til staðar en okkur dettur fyrst í hug. Skoðum dæmi. Sorg atvinnumissis Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið á Vísi um uppsagnir og áhrif þeirra á líðan fólks. Þar kom fram að þegar fólki er sagt upp starfi, fer það oft í gegnum fimm stig sorgarferlis. Þessi fimm stig eru: Afneitun, reiði, samningar, sorg og samþykki. Í umfjöllun Atvinnulífsins Uppsagnir: Af hverju ég? leiðir Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, lesendur í gegnum hvert stig sorgarferilsins. Að sögn Eyþórs birtast ólík stig sorgarferilsins á afar mismunandi hátt hjá fólki en mikilvægt er fyrir fólk sem missir starf sitt eða stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, átti sig á því að þessi viðbrögð eru eðlileg viðbrögð við þá erfiðu reynslu sem uppsögn er. Sorg viðskipta Þau fimm stig sorgarferilsins sem hér eru nefnd, eru afrakstur rannsókna geðlæknisins Elísabethar Kübler-Ross. Um þau skrifaði hún í bókina On Death and Dying árið 1969. Sorgarstigin fimm hafa einnig verið sett í samhengi við sorg í viðskiptum og rekstri. Missirinn felst þá í því að reksturinn missir tekjur og viðskiptavini sem verður þess valdandi að öll starfssemin lamast og jafnvel hættir. Skoðum þetta aðeins nánar: »Stig 1: Afneitun. Það að trúa varla aðstæðum eða í hvað stefnir. »Stig 2: Reiði. Þessi reiði getur beinst að utanaðkomandi aðilum, til dæmis því hvernig stjórnvöld eru að bregðast við, bankar, birgjar, samkeppnisaðilar. Reiðin getur jafnvel birst í svekkelsi yfir því að viðskiptavinirnir séu ekki meira til staðar þegar á reynir eða að starfsfólkið styðji ekki betur við reksturinn. »Stig 3: Samningar. Þegar hér er komið, er reksturinn kominn í viðbragðsstöðu þar sem falast er eftir greiðslufrestum, endurskoðun samninga og verðs og eins og sjá má hérlendis: Samninga um skert starfshlutfall. »Stig 4: Sorgin. Að horfast í augu við að hlutirnir eru ekki að ganga upp, þrátt fyrir að hafa reynt ýmsar leiðir og lausnir. Að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Ná hvorki að standa við samninga eða að auka veltu né viðskipti. »Stig 5: Samþykki. Að sætta við stöðuna eins og hún blasir við og gera áætlanir um framtíðina miðað við þessa stöðu. Á þessu stigi er fyrst farið að búa reksturinn undir breytta tíma þar sem veröldin sem var er horfin og veröldin sem verður er markmiðið. Stefnumótun og ný framtíðarsýn fylgir í kjölfarið. Dimmt yfir öllu á tímum kórónufaraldurs.Vísir/Vilhelm Tilgangurinn Svo fór að í kjölfar fundarins sem vitnað var í hér í upphafi að Harward Review birti greinina „That Discomfort You‘re Feeling Is Grief.“ Þar er rætt við David nokkurn Kessler, sem var meðhöfundur og samstarfsaðili Elísabethar Kübler-Ross á sínum tíma. Kessler gefur lesendum nokkur ráð um hvernig hver og einn getur náð tökum á þeim sorgartilfinningum sem flestir eru að upplifa. Ekki síst minnir Kessler fólk á að aðstæðurnar nú eru tímabundnar og þær munu taka enda. Kessler mælir með því að fólk segi þetta stundum upphátt því það eitt og sér getur hjálpað. En Kessler segist líka hafa fengið leyfi hjá aðstandendum Elizabetar Kübler-Ross, sem lést árið 2004, til að bæta sjötta stigi sorgarferilsins. Það segir hann vera: Tilgangurinn. Að mati Kessler mun heimurinn með tímanum sjá einhvern tilgang í því ástandi sem nú ríkir. Í reynd séum við nú þegar farin að læra margt af því. Til dæmis hvernig tæknin getur hjálpað okkur að eiga í samskiptum þótt við séum aðskilin. Eða hversu gefandi göngutúr getur verið. ,,Ég er sannfærður um að við munum halda áfram að læra af þessum aðstæðum og skilja síðar hver tilgangurinn með þessu öllu saman var,“ segir Kessler.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira