Efast um að ungt fólk átti sig á því grettistaki sem Vigdís lyfti á sínum tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 20:13 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira