Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 16:04 Hreiðar Már Sigurðsson hefur þurft að svara fyrir ýmislegt í dómssölum undanfarinn áratug. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hrunið Dómsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira