Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 12:50 Ólafur Ragnar telur að ræða Johnson verði sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. Vísir/Vilhelm/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira