Fótbolti

Vonast til þess að klára Meistara­deildina á þremur vikum í ágúst

Anton Ingi Leifsson skrifar
City og Real áttust við í Meistaradeildinni en þau höfðu lokið fyrri leik sínum er allt var sett á ís.
City og Real áttust við í Meistaradeildinni en þau höfðu lokið fyrri leik sínum er allt var sett á ís. vísir/getty

UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna.

Helstu forystumenn UEFA hafa velt fyrir sér öllum mögulegum sviðsmyndum undanfarna daga og þetta er sú hugmynd sem hefur fengið sem mestan hljómgrunn segir í frétt Mirror af málinu. Keppnirnar hafa, eins og margar aðrar, verið á ís vegna kórónuveirunnar.

Þeir vonast til þess að deildirnar geta farið af stað um miðjan júní og þær fái sex vikur til þess að klára þær áður en Evrópukeppnirnar; bæði Meistara- og Evrópudeildin muni svo klárast á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þau lið þurftu þar af leiðandi að lengja sín tímabil.

Það gæti haft áhrif á tímabilið sem kemur þar á eftir en Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur sagt frá því að hann hafi engan áhuga á því að spila þessar tvær keppnir inn í september. Hann hefur einnig sagt að það komi til greina að spila bakvið luktar dyr.

Komið er fram í 16-liða úrslitin í báðum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×