Handbolti

Fé­lagarnir á hjólunum ánægðir með titilinn og vonast til þess að Evrópuleikirnir verða spilaðir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hosert hjóluðu í fangið á tökumanni og Guðjóni Guðmundssyni á döguum.
Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hosert hjóluðu í fangið á tökumanni og Guðjóni Guðmundssyni á döguum. vísir/s2s

Tveir af öflugustu leikmönnum Vals í Olís-deild karla segja að það hafið verið fúlt að tímabilið í handboltanum hafi verið blásið af en þeir vonast til þess að Evrópuleikir liðsins verði spilaðir í sumar.

Valur átti að mæta Halden í 8-liða úrslitum Áskorendakeppninnar en stefnt er að spila leikina í júní.

Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert fá ekki að æfa neinn handbolta þessar vikurnar og þeir hjóluðu í fangið á Guðjóni Guðmundssyni fyrr í vikunni fyrir utan Valsheimilið.

„Maður þarf aðeins að finna eitthvað annað en að hlaupa og lyfta. Hafa eitthvað gaman,“ sagði Agnar Smári Jónsson en þeir segja lífið án handbolta ekki vera neitt sérstakt.

„Það er ömurlegt. Við lifum í voninni um að þessi Evrópukeppin muni halda eitthvað áfram. Það er bara að halda sér í standi. Þetta verður langt undirbúningstímabil en menn þurfa að vera fókuseraðir. Það er aldrei neitt frí í þessu.“

Allir leikmenn Vals í öllum íþróttum tóku á sig launalækkun á dögunum og þeir félagar geta unað þeirri ákvörðun.

„Að sjálfsögðu er það fúlt en þetta er ekkert mál því maður er að halda félaginu uppi. Maður gerir hvað sem er fyrir hann,“ sagði Agnar. „Ég held að enginn í heiminum sé ánægður með launalækkun en ef maður er að gera eitthvað gott á móti líður manni strax betur.“

Klippa: Þeir fengu deildarmeistatatitlinn í handbolta sendan í pósti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×