Nýtur góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði Andri Eysteinsson skrifar 10. apríl 2020 11:36 Siglfirðingurinn Alma D. Möller settist niður með Heimi Karlssyni og ræddi meðal annars æskuárin. Vísir/Vilhelm „Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott. Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott.
Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira