Þingmaður afsalar sér formennsku vegna rannsóknar á innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 18:42 Richard Burr, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu, og fráfarandi formaður leyniþjónustunefndar deildarinnar. Hann var einn þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn lögum sem bönnuðu þingmönnum að stunda innherjasviðskipti á grundvelli upplýsinga sem þeir fá í embætti árið 2012. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59
Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17