Lýsa yfir neyðarástandi í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 12:09 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa Eþíópíu. EPA/Stian Lysberg Solum Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram. Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram.
Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira