Innlent

Sig­mundur Davíð, Logi, Jóna Hrönn og Herra Hnetu­smjör í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli og Heimir stýra Bítisskútunni.
Gulli og Heimir stýra Bítisskútunni. Vísir/Vilhelm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eru meðal gesta Bítismanna í þætti dagsins. Þeir ræddu stöðuna í þjóðfélaginu og viðbrögð stjórnvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.

Klippa: Bítið - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson

Þátturinn hefst klukkan 6:50 á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni og stendur til klukkan 9 en heldur svo áfram á Bylgjunni til klukkan 10.

Klippa: Bítið - Andrea Sigurðardóttir

Þeir Heimir og Gulli spjölluðu einnig við Andreu Sigurðardóttur sem smitaðist af kórónuveirunni ásamt fjölda annarra í skíðaferð í síðasta mánuði.

Klippa: Bítið - Guðjón Helgason

Sömuleiðis var rætt við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa ISAVIA, um stöðuna á Keflavíkurflugvelli, og Guðríði Arnardóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, um stöðu matvælanema, þar sem horfur eru dökkar.

Klippa: Bítið - Guðríður Arnardóttir

Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir og séra Jóna Hrönn Bolladóttir voru einnig í hópi gesta, auk Maríu Rósar Valgeirsdóttur sem sagði frá eignatjóni sem hefur orðið fyrir í óveðrum.

Klippa: Bítið - Bryndís Sigurðardóttir
Klippa: Bítið - Séra Jóna Hrönn Bolladóttir
Klippa: Bítið - María Rós Valgeirsdóttir

Í lok þáttar mætti svo Herra Hnetusmjör og tekur lagið.

Klippa: Herra Hnetusmjör tók lagið í Bítinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×