Liverpool biðst afsökunar og hættir við að nýta sér úrræði stjórnvalda Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 17:46 Klopp og aðrir geta tekið gleði sína á ný þar sem Liverpool mun halda áfram að borga full laun starfsmanna sinna. vísir/getty Það hefur verið mikill hiti í og kringum topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, eftir að félagið ákvað á laugardaginn að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda og fá hjálp við að borga laun starfsmanna félagsins. Margir höfðu gagnrýnt þessa ákvörðun; bæði fyrrum leikmenn liðsins sem og stuðningsmenn félagsins. Það var svo síðdegis í dag að félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem Peter Moore, framkvæmdarstjóri félagsins, greindi frá því að þeir væru hættir við að nýta sér úrræðið. #LFC chief executive officer Peter Moore has issued the following letter to supporters. https://t.co/QB30hZJX9T— Liverpool FC (at ) (@LFC) April 6, 2020 „Við trúum því að við höfum tekið ranga ákvörðun í síðustu viku og biðjumst afsökunar á því,“ sagði meðal annars í bréfinu frá Moore. Liverpool skilaði hagnaði upp á 40 milljónir punda á síðasta ári. „Þrátt fyrir það erum við í stöðu þar sem heilsan er í fyrsta sæti og við fáum ekki tekjur í einhvern tíma. Og eins og í öllum hlutum samfélagsins er mikil óvissa hvað muni gerast núna og í framtíðinni,“ en alla yfirlýsingu Moore má lesa á heimasíðu félagsins. Liverpool have apologised and reversed their decision to place some non-playing staff on furlough.More to follow: https://t.co/BFxCM3nZg5 pic.twitter.com/otykL8ZJYL— BBC Sport (@BBCSport) April 6, 2020 Newcastle, Tottenham, Bournemouth og Norwich eru þau lið í ensku úrvalsdeildinni sem ákváðu að nýta sér úrræðið. Þau hafa ekki fallið frá sinni ákvörðun. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Það hefur verið mikill hiti í og kringum topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, eftir að félagið ákvað á laugardaginn að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda og fá hjálp við að borga laun starfsmanna félagsins. Margir höfðu gagnrýnt þessa ákvörðun; bæði fyrrum leikmenn liðsins sem og stuðningsmenn félagsins. Það var svo síðdegis í dag að félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem Peter Moore, framkvæmdarstjóri félagsins, greindi frá því að þeir væru hættir við að nýta sér úrræðið. #LFC chief executive officer Peter Moore has issued the following letter to supporters. https://t.co/QB30hZJX9T— Liverpool FC (at ) (@LFC) April 6, 2020 „Við trúum því að við höfum tekið ranga ákvörðun í síðustu viku og biðjumst afsökunar á því,“ sagði meðal annars í bréfinu frá Moore. Liverpool skilaði hagnaði upp á 40 milljónir punda á síðasta ári. „Þrátt fyrir það erum við í stöðu þar sem heilsan er í fyrsta sæti og við fáum ekki tekjur í einhvern tíma. Og eins og í öllum hlutum samfélagsins er mikil óvissa hvað muni gerast núna og í framtíðinni,“ en alla yfirlýsingu Moore má lesa á heimasíðu félagsins. Liverpool have apologised and reversed their decision to place some non-playing staff on furlough.More to follow: https://t.co/BFxCM3nZg5 pic.twitter.com/otykL8ZJYL— BBC Sport (@BBCSport) April 6, 2020 Newcastle, Tottenham, Bournemouth og Norwich eru þau lið í ensku úrvalsdeildinni sem ákváðu að nýta sér úrræðið. Þau hafa ekki fallið frá sinni ákvörðun.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira