Þú lærir ákveðið umburðarlyndi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Hestamennskan hefur alltaf spilað stórt og mikilvægt hlutverk í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stjórnmálin hafa síðustu ár þó tekið yfir mikinn af hennar tíma, ekki síst eftir að hún varð ráðherra, en hún reynir þó að sinna áhugamálinu eftir því sem tíminn leyfir. Áslaug Arna var viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. „Já, auðvitað er ég stolt af því. Það er alltaf gaman að geta verið fyrirmynd,” segir Áslaug Arna um að hafa tekist að verða yngsti ráðherra lýðveldissögunnar. Klippa: Hestalífið - Áslaug Arna Áslaug hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við embætti haustið 2019. Málefni lögreglunnar var brött brekka sem mætti henni þegar á fyrstu starfsdögunum, en það var einungis fyrsta áskorunin af mörgum á því rúma hálfa ári sem hún hefur verið í embætti. Málefni flóttamanna hafa orðið stöðugt áleitnari og almannavarnir hafa leikið stórt hlutverk, sá mikilvægi málaflokkur, í ljósi kórónuveirufaraldurs, óveðurs, snjóflóða, kvikuhræringa og jarðskjálfta. „Ég er alltaf spennt að takast á við ný verkefni, það er náttúrulega engin undantekning, með þetta stóra ráðuneyti.” Í önnum dagsins getur verið hvílandi að hverfa inn í heim hestamennskunnar. „Já, þegar þú ferð á bak þá bara gleymir þú öllu bara á hestbaki í náttúrunni, í frábærum félagsskap, vinum þínum pabba eða fjölskyldu. Þetta er bara núllstilling og þú andar að þér einhverjum ferskleika, sem vantar stundum á milli daganna. Þannig að það er alltaf mjög gott.“ Áslaug Arna segist gleyma öllu um leið og hún er komin á bak.Mynd úr einkasafni Stundum mistekst þér Ráðherrann er fljót til svars um heillandi heim hestamennskunnar. „Það eru fyrst og fremst hestarnir og hvað þetta eru einstök dýr. Nándin við þá og hvað þetta eru stórar persónur.“ Áslaug Arna segir að hún hafi lært mjög mikið af hestum þegar hún var yngri. „Þetta eru einstakar skepnur. Ólíkir karakterar og kenna manni svo margt. Þú lærir ákveðið umburðarlyndi og ákveðna yfirvegun og þú kynnist svo mismunandi hestum. Þarft að setja þér markmið og vinna á þeim, stundum mistekst þér og þú lærir svo margt sem svo endurspeglast í því sem fólk fer svo að gera. Að tapa og vinna og ganga vel og mistakast og allt þetta. Og að njóta. Þannig að þetta er allt einhvern veginn hægt að endurspegla á svo margt sem maður er að gera. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Alþingi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Hestamennskan hefur alltaf spilað stórt og mikilvægt hlutverk í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stjórnmálin hafa síðustu ár þó tekið yfir mikinn af hennar tíma, ekki síst eftir að hún varð ráðherra, en hún reynir þó að sinna áhugamálinu eftir því sem tíminn leyfir. Áslaug Arna var viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. „Já, auðvitað er ég stolt af því. Það er alltaf gaman að geta verið fyrirmynd,” segir Áslaug Arna um að hafa tekist að verða yngsti ráðherra lýðveldissögunnar. Klippa: Hestalífið - Áslaug Arna Áslaug hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við embætti haustið 2019. Málefni lögreglunnar var brött brekka sem mætti henni þegar á fyrstu starfsdögunum, en það var einungis fyrsta áskorunin af mörgum á því rúma hálfa ári sem hún hefur verið í embætti. Málefni flóttamanna hafa orðið stöðugt áleitnari og almannavarnir hafa leikið stórt hlutverk, sá mikilvægi málaflokkur, í ljósi kórónuveirufaraldurs, óveðurs, snjóflóða, kvikuhræringa og jarðskjálfta. „Ég er alltaf spennt að takast á við ný verkefni, það er náttúrulega engin undantekning, með þetta stóra ráðuneyti.” Í önnum dagsins getur verið hvílandi að hverfa inn í heim hestamennskunnar. „Já, þegar þú ferð á bak þá bara gleymir þú öllu bara á hestbaki í náttúrunni, í frábærum félagsskap, vinum þínum pabba eða fjölskyldu. Þetta er bara núllstilling og þú andar að þér einhverjum ferskleika, sem vantar stundum á milli daganna. Þannig að það er alltaf mjög gott.“ Áslaug Arna segist gleyma öllu um leið og hún er komin á bak.Mynd úr einkasafni Stundum mistekst þér Ráðherrann er fljót til svars um heillandi heim hestamennskunnar. „Það eru fyrst og fremst hestarnir og hvað þetta eru einstök dýr. Nándin við þá og hvað þetta eru stórar persónur.“ Áslaug Arna segir að hún hafi lært mjög mikið af hestum þegar hún var yngri. „Þetta eru einstakar skepnur. Ólíkir karakterar og kenna manni svo margt. Þú lærir ákveðið umburðarlyndi og ákveðna yfirvegun og þú kynnist svo mismunandi hestum. Þarft að setja þér markmið og vinna á þeim, stundum mistekst þér og þú lærir svo margt sem svo endurspeglast í því sem fólk fer svo að gera. Að tapa og vinna og ganga vel og mistakast og allt þetta. Og að njóta. Þannig að þetta er allt einhvern veginn hægt að endurspegla á svo margt sem maður er að gera. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Alþingi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira