Þú lærir ákveðið umburðarlyndi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Hestamennskan hefur alltaf spilað stórt og mikilvægt hlutverk í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stjórnmálin hafa síðustu ár þó tekið yfir mikinn af hennar tíma, ekki síst eftir að hún varð ráðherra, en hún reynir þó að sinna áhugamálinu eftir því sem tíminn leyfir. Áslaug Arna var viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. „Já, auðvitað er ég stolt af því. Það er alltaf gaman að geta verið fyrirmynd,” segir Áslaug Arna um að hafa tekist að verða yngsti ráðherra lýðveldissögunnar. Klippa: Hestalífið - Áslaug Arna Áslaug hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við embætti haustið 2019. Málefni lögreglunnar var brött brekka sem mætti henni þegar á fyrstu starfsdögunum, en það var einungis fyrsta áskorunin af mörgum á því rúma hálfa ári sem hún hefur verið í embætti. Málefni flóttamanna hafa orðið stöðugt áleitnari og almannavarnir hafa leikið stórt hlutverk, sá mikilvægi málaflokkur, í ljósi kórónuveirufaraldurs, óveðurs, snjóflóða, kvikuhræringa og jarðskjálfta. „Ég er alltaf spennt að takast á við ný verkefni, það er náttúrulega engin undantekning, með þetta stóra ráðuneyti.” Í önnum dagsins getur verið hvílandi að hverfa inn í heim hestamennskunnar. „Já, þegar þú ferð á bak þá bara gleymir þú öllu bara á hestbaki í náttúrunni, í frábærum félagsskap, vinum þínum pabba eða fjölskyldu. Þetta er bara núllstilling og þú andar að þér einhverjum ferskleika, sem vantar stundum á milli daganna. Þannig að það er alltaf mjög gott.“ Áslaug Arna segist gleyma öllu um leið og hún er komin á bak.Mynd úr einkasafni Stundum mistekst þér Ráðherrann er fljót til svars um heillandi heim hestamennskunnar. „Það eru fyrst og fremst hestarnir og hvað þetta eru einstök dýr. Nándin við þá og hvað þetta eru stórar persónur.“ Áslaug Arna segir að hún hafi lært mjög mikið af hestum þegar hún var yngri. „Þetta eru einstakar skepnur. Ólíkir karakterar og kenna manni svo margt. Þú lærir ákveðið umburðarlyndi og ákveðna yfirvegun og þú kynnist svo mismunandi hestum. Þarft að setja þér markmið og vinna á þeim, stundum mistekst þér og þú lærir svo margt sem svo endurspeglast í því sem fólk fer svo að gera. Að tapa og vinna og ganga vel og mistakast og allt þetta. Og að njóta. Þannig að þetta er allt einhvern veginn hægt að endurspegla á svo margt sem maður er að gera. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Alþingi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Hestamennskan hefur alltaf spilað stórt og mikilvægt hlutverk í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stjórnmálin hafa síðustu ár þó tekið yfir mikinn af hennar tíma, ekki síst eftir að hún varð ráðherra, en hún reynir þó að sinna áhugamálinu eftir því sem tíminn leyfir. Áslaug Arna var viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. „Já, auðvitað er ég stolt af því. Það er alltaf gaman að geta verið fyrirmynd,” segir Áslaug Arna um að hafa tekist að verða yngsti ráðherra lýðveldissögunnar. Klippa: Hestalífið - Áslaug Arna Áslaug hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við embætti haustið 2019. Málefni lögreglunnar var brött brekka sem mætti henni þegar á fyrstu starfsdögunum, en það var einungis fyrsta áskorunin af mörgum á því rúma hálfa ári sem hún hefur verið í embætti. Málefni flóttamanna hafa orðið stöðugt áleitnari og almannavarnir hafa leikið stórt hlutverk, sá mikilvægi málaflokkur, í ljósi kórónuveirufaraldurs, óveðurs, snjóflóða, kvikuhræringa og jarðskjálfta. „Ég er alltaf spennt að takast á við ný verkefni, það er náttúrulega engin undantekning, með þetta stóra ráðuneyti.” Í önnum dagsins getur verið hvílandi að hverfa inn í heim hestamennskunnar. „Já, þegar þú ferð á bak þá bara gleymir þú öllu bara á hestbaki í náttúrunni, í frábærum félagsskap, vinum þínum pabba eða fjölskyldu. Þetta er bara núllstilling og þú andar að þér einhverjum ferskleika, sem vantar stundum á milli daganna. Þannig að það er alltaf mjög gott.“ Áslaug Arna segist gleyma öllu um leið og hún er komin á bak.Mynd úr einkasafni Stundum mistekst þér Ráðherrann er fljót til svars um heillandi heim hestamennskunnar. „Það eru fyrst og fremst hestarnir og hvað þetta eru einstök dýr. Nándin við þá og hvað þetta eru stórar persónur.“ Áslaug Arna segir að hún hafi lært mjög mikið af hestum þegar hún var yngri. „Þetta eru einstakar skepnur. Ólíkir karakterar og kenna manni svo margt. Þú lærir ákveðið umburðarlyndi og ákveðna yfirvegun og þú kynnist svo mismunandi hestum. Þarft að setja þér markmið og vinna á þeim, stundum mistekst þér og þú lærir svo margt sem svo endurspeglast í því sem fólk fer svo að gera. Að tapa og vinna og ganga vel og mistakast og allt þetta. Og að njóta. Þannig að þetta er allt einhvern veginn hægt að endurspegla á svo margt sem maður er að gera. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Alþingi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira