Enski boltinn

Móðir Guardiola lést af völdum kórónuveirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola missti móður sína í dag.
Pep Guardiola missti móður sína í dag. vísir/epa

Móðir Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, lést í dag af völdum kórónuveirunnar. Hún hét Dolors Sala Carrió og var 82 ára.

Greint var frá andláti hennar á Twitter-síðu City. Þar eru aðstandendum sendar samúðarkveðjur.

Dolors og maður hennar, Valentí, eignuðust fjögur börn. Pep var þriðji í systkinaröðinni. Hann á tvær eldri systur og einn yngri bróður.

Mannfallið á Spáni af völdum kórónuveirunnar er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. Yfir 13.000 manns hafa látið lífið í faraldrinum á Spáni. Dauðsföllum þar í landi hefur þó fækkað á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×