Fjölskyldan flutti heim frá New York: „Þetta hefur farið á versta veg“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 08:29 Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner. Vísir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira