Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:15 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Stöð 2 Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira