Íbúar í Hveragerði þurftu að moka sig út úr húsum sínum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 Aftakaveður hefur verið víða landinu og einna verst á Suðurlandi. Þurftu íbúar Hveragerðis að moka sér leið úr húsum sínum. Helstu vegum var lokað enda ekkert ferðaveður á landinu. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa haft í nægu að snúast undanfarinn sólarhring vegna ófærðar. Fyrstu útköll bárust um klukka 20 í gærkvöld og snéru þau flest að föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Færðin er mjög slæm. Skaflar á vegum, þjóðvegum og mikið innanbæjar. Sérstaklega hér við ströndina,“ sagði Gunnar Ingi Friðriksson, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Líkt og sjá má var skyggni slæmt.LANDSBJÖRG Í myndbandinu má sjá hvernig færðin var á Suðurstrandarvegi klukkan 21 í gærkvöld. Þónokkur umferð var á svæðinu og skilyrði slæm. Appelsínugul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu en á Höfuðborgarsvæðinu er viðvörunin gul. Norðaustan stormur er á landinu í dag og mikil sjókoma víða um land. Ófögur sjón blasti við íbúa Hveragerðis þegar hann fór á fætur í morgun. Snjórinn hafði rutt sér leið inn á heimilið þrátt fyrir að dyrnar væru lokaðar. Líkt og sést í sjónvarpsfréttinni þurfti íbúi bókstaflega að moka sér leið út úr húsnæði sínu, með kröftugu sniði. Skemmdir urðu í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þakið á garðskálanum fór að einhverju leyti og eins og sjá má féll snjór á plöntur sem byrjaðar voru að vora. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. Snjór féll á plöntur sem byrjaðar voru að vora.AÐSEND Samgöngur Veður Björgunarsveitir Hveragerði Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Aftakaveður hefur verið víða landinu og einna verst á Suðurlandi. Þurftu íbúar Hveragerðis að moka sér leið úr húsum sínum. Helstu vegum var lokað enda ekkert ferðaveður á landinu. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa haft í nægu að snúast undanfarinn sólarhring vegna ófærðar. Fyrstu útköll bárust um klukka 20 í gærkvöld og snéru þau flest að föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Færðin er mjög slæm. Skaflar á vegum, þjóðvegum og mikið innanbæjar. Sérstaklega hér við ströndina,“ sagði Gunnar Ingi Friðriksson, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Líkt og sjá má var skyggni slæmt.LANDSBJÖRG Í myndbandinu má sjá hvernig færðin var á Suðurstrandarvegi klukkan 21 í gærkvöld. Þónokkur umferð var á svæðinu og skilyrði slæm. Appelsínugul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu en á Höfuðborgarsvæðinu er viðvörunin gul. Norðaustan stormur er á landinu í dag og mikil sjókoma víða um land. Ófögur sjón blasti við íbúa Hveragerðis þegar hann fór á fætur í morgun. Snjórinn hafði rutt sér leið inn á heimilið þrátt fyrir að dyrnar væru lokaðar. Líkt og sést í sjónvarpsfréttinni þurfti íbúi bókstaflega að moka sér leið út úr húsnæði sínu, með kröftugu sniði. Skemmdir urðu í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þakið á garðskálanum fór að einhverju leyti og eins og sjá má féll snjór á plöntur sem byrjaðar voru að vora. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. Snjór féll á plöntur sem byrjaðar voru að vora.AÐSEND
Samgöngur Veður Björgunarsveitir Hveragerði Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira