„Finnst við stundum orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:00 Íslenska landsliðið hefur farið á tvö síðustu stórmót og er tveimur umspilsleikjum frá því að komast á það þriðja. VÍSIR/DANÍEL „Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti