Tónlist

Bein útsending: VÖRUHÚS

Sylvía Hall skrifar
Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana.
Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana.

House tónlistin á nafn og rætur að rekja til vöruhúsapartía í Chicago á níunda áratugnum. Nú þegar heimsfaraldur geisar og skemmtanabönn ríkja, munu nokkrir af helstu plötusnúðum bæjarins nýta sér eina af afleiðingum þessa ófyrirséða ástands; vöruhús tækjaleigunnar Luxor og söludeildar pioneerdj.is sem mun standa troðfull á laugardagskvöldi. 

Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana umvafnir ljósgeislum og færa ykkur sannkallað vöru-hús heim í stofu.

Fólk sem hefur átt erfitt með að sleppa af sér beislinu á dansgólfum bæjarins býðst nú tækifæri á að efla sjálfstraustið og æfa danssporin án þess að þurfa að óttast gagnrýn augu úr öllum áttum. Útsendingin er bæði aðgengileg hér á Vísi og á Stöð 2 Vísir á sjónvarpskerfum Vodafone og Símans.

Klippa: Vöruhús





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.