„Þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2020 18:45 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, biður fólk um að virða reglur og ferðast innanhúss. Lögreglan Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira