Efling lokar orlofshúsum sínum tímabundið Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2020 17:36 Íslendingar hafa verið hvattir til þess að halda sig heima um páskana. Stéttarfélagið Efling hefur tekið ákvörðun um að loka orlofshúsum sínum tímabundið og ógilda gerða samninga um leigu þeirra fram til 1. maí næstkomandi. Með þessu vill félagið koma til móts við tilmæli almannavarna og landlæknis um að fólk haldi sig heima um páskana og sleppi ferðalögum, er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað,“ er þar haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Greint hefur verið frá því orlofshúsbókanir hjá stéttarfélaginu VR hafi verið meiri í marsmánuði en árin áður. Á sama tíma hefur verið nokkuð um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna. Bæði félögin munu að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Efling, sem er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins, hvetur eigendur einkasumarbústaða til að fara að fordæmi félagsins, fylgja tilmælum almannavarna og halda sig heima um páskana. Félagið hefur þegar tilkynnt þeim sem höfðu tekið orlofshús á leigu í apríl um ákvörðunina. Leigutökum verður greitt til baka og leitast við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur tekið ákvörðun um að loka orlofshúsum sínum tímabundið og ógilda gerða samninga um leigu þeirra fram til 1. maí næstkomandi. Með þessu vill félagið koma til móts við tilmæli almannavarna og landlæknis um að fólk haldi sig heima um páskana og sleppi ferðalögum, er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað,“ er þar haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Greint hefur verið frá því orlofshúsbókanir hjá stéttarfélaginu VR hafi verið meiri í marsmánuði en árin áður. Á sama tíma hefur verið nokkuð um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna. Bæði félögin munu að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Efling, sem er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins, hvetur eigendur einkasumarbústaða til að fara að fordæmi félagsins, fylgja tilmælum almannavarna og halda sig heima um páskana. Félagið hefur þegar tilkynnt þeim sem höfðu tekið orlofshús á leigu í apríl um ákvörðunina. Leigutökum verður greitt til baka og leitast við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira