Innlent

Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland

Sylvía Hall skrifar
Björgunarsveitin Víkverji hefur þurft að aðstoða ansi marga á Suðurlandi í dag vegna veðurs.
Björgunarsveitin Víkverji hefur þurft að aðstoða ansi marga á Suðurlandi í dag vegna veðurs. Landsbjörg

Björgunarsveitin Víkverji hefur þurft að aðstoða fjölda fólks á Suðurlandinu í dag vegna færðarinnar. Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík.

„Þetta eru mest Íslendingar, við höfum aðstoðað tvo bíla þar sem voru erlendir ferðamenn,“ segir Orri um aðgerðir dagsins í samtali við Vísi. Aðspurður telur hann að þetta hafi verið um fjórtán bílar sem þeir hafa nú þegar þurft að aðstoða.

Afar slæmu veðri er spáð um land allt um helgina og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt nema höfuðborgarsvæðið. Þá hefur nokkrum vegum verið lokað, meðal annars milli Seljalandsfoss og Víkur.

Að sögn Orra er reynt að velja hvort sé betra fyrir bílanna að halda áfram eða snúa við. Þeir sem eru ekki komnir lengra en að Jökulsárbrú séu iðulega beðnir um að snúa við, enda ekkert ferðaveður eins og staðan er núna.


Tengdar fréttir

Appelsínugul viðvörun um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×