Kominn heim til sín eftir fjórar hnífsstungur í hálsinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2020 13:00 Óveður var á Kópaskeri föstudagskvöldið 28. febrúar og ófært með bíl á svæðið. Meintur gerandi í alvarlegri líkamsárás á Kópaskeri föstudagskvöldið 28. febrúar hefur komið við sögu lögreglu. Hann liggur enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri viku eftir árásina sem hann er grunaður um. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur til skoðunar hvað varð til þess að maður í fangageymslu varð meðvitundarlaus. Samkvæmt heimildum Vísis er talið að maðurinn hafi glímt við undirliggjandi veikindi sem lögreglu var ekki kunnugt um. Þau hafi mögulega valdið því að hann fannst meðvitundarlaus í klefanum. Ástand mannsins breytir miklu varðandi rannsókn lögreglu enda að líkindum enginn til að sækja til saka verði ekki meiriháttar breyting á stöðu hans. Ótrúlegur bati Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, segir að maðurinn sem varð fyrir hnífsstunguárásinni sé kominn til síns heima á Kópaskeri. Þangað hafi honum verið ekið eftir að skýrsla var tekin af honum í fyrradag. Óhætt er að segja að bati hans sé með ólíkindum enda varð hann fyrir sex hnífsstungum, þar af fjórum í háls. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir að sögn Bergs. Ljóst sé að meintur árásarmaður og tvennt til viðbótar hafi komið til Kópaskers vegna lágs húsnæðisverðs. Samkvæmt heimildum Vísis var hópurinn að skoða hús til sölu á Kópaskeri. Árásin var gerð í öðru húsi í eigu bæjarins. Þar býr fórnarlambið og vinkona hans. Árásin var gerð í íbúð vinkonunnar. Segja má að veðrið á Kópaskeri umrætt föstudagskvöld hafi verið algjör andstaða við veðrið sumardaginn þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Orðrómur hefur verið uppi um að um handrukkun hafi verið að ræða. Bergur segir engin gögn staðfesta það þótt hann hafi heyrt sögusagnir. Enn sé óljóst hvert tilefni árásarinnar var. Rætt hefur verið við ferðafélaga árásarmannsins sem urðu að sögn Bergs ekki vitni að líkamsárásinni. Þau voru handtekin á Kópaskeri umrædda nótt ásamt árásarmanninum en sleppt daginn eftir að lokinni skýrslutöku. Öll þrjú hafa komið við sögu lögreglu og þolandinn sömuleiðis. Bergur staðfestir að ölvun hafi verið áberandi hjá aðilum málsins. Veltu bíl á leiðinni á Kópasker Það er ekki á hverjum degi sem alvarleg líkamsárás er gert í þorpinu Kópaskeri þar sem íbúar eru rétt yfir hundrað. Aðfaranótt laugardags var óveður á Norðurlandi eystra og ófært á svæðið. Fyrir vikið leið nokkuð langur tími frá því að árásin var tilkynnt og þar til lögregla komst á svæðið og handtók mennina. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi ellefu menn í útkallið, tvo rannsakendur og níu lögreglumenn. Komu þeir frá Þórshöfn, Húsavík og Akureyri. Auk þess var þyrla Landhelgisgæslunnar send með sérsveitarmenn norður. Samkvæmt heimildum Vísis var annar hópur sérsveitarmanna tilbúin að fara norður en til þess kom ekki. Vegna færðarinnar gekk lögreglumönnunum norðan heiða erfiðlega að komast á vettvang. Einum bíl var ekið inn í snjóskafl og velti á veginum. Að sögn Bergs slasaðist hvorugur lögreglumannanna sem voru í bílnum. Hann fór heilan hring í veltunni en í mjúku undirlag. Bíllinn var á litlum hraða og lýsir Bergur veltunni sem þægilegri. Breytir miklu nái hinn grunaði ekki meðvitund Skýrsla var tekin af fórnarlambinu á miðvikudag og vinkonu hans í gær. Bergur segir að með því hafi rannsóknin í raun farið aftur af stað en lítið hafi þokast á meðan ekki var hægt að ræða við neinn. Auk þess breyti mjög miklu að ekki sé hægt að ræða við meintan geranda. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hann enn meðvitundarlaus, nú tæpri viku eftir árásina, og lítil von að það breytist. Bergur Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.Vísir/Vilhelm Bergur segir ekkert geta tjáð sig um líðan hans. En hefur það ekki áhrif á rannsókn lögreglu fari svo að ekki verði hægt að sækja meintan árásarmann til saka? „Það breytir náttúrulega öllu. En við þurfum samt að halda rannsókn áfram til að átta okkur á því hvað átti sér stað þarna.“ Eftirlitsnefnd með lögreglu skoðar málið Samkvæmt heimildum Vísis er til skoðunar hvort að undirliggjandi veikindi sem hinn meinti árásarmaður glímdi við og lögregla var ekki meðvituð um hafi orðið þess valdandi að hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum. Bergur segist ekkert geta tjáð sig um þennan anga málsins. „Þessi þáttur sem lítur að því að hann er fluttur meðvitundarlaus úr klefa lögreglu til sjúkrastofnunar fær sérstaka skoðun hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu og héraðssaksóknara sem ber að rannsaka þegar svona gerist,“ segir Bergur. Þar verði öll gögn tekin til skoðunar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:08. Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Þolandi árásarinnar vaknaður og kominn til Húsavíkur Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Meintur gerandi í alvarlegri líkamsárás á Kópaskeri föstudagskvöldið 28. febrúar hefur komið við sögu lögreglu. Hann liggur enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri viku eftir árásina sem hann er grunaður um. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur til skoðunar hvað varð til þess að maður í fangageymslu varð meðvitundarlaus. Samkvæmt heimildum Vísis er talið að maðurinn hafi glímt við undirliggjandi veikindi sem lögreglu var ekki kunnugt um. Þau hafi mögulega valdið því að hann fannst meðvitundarlaus í klefanum. Ástand mannsins breytir miklu varðandi rannsókn lögreglu enda að líkindum enginn til að sækja til saka verði ekki meiriháttar breyting á stöðu hans. Ótrúlegur bati Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, segir að maðurinn sem varð fyrir hnífsstunguárásinni sé kominn til síns heima á Kópaskeri. Þangað hafi honum verið ekið eftir að skýrsla var tekin af honum í fyrradag. Óhætt er að segja að bati hans sé með ólíkindum enda varð hann fyrir sex hnífsstungum, þar af fjórum í háls. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir að sögn Bergs. Ljóst sé að meintur árásarmaður og tvennt til viðbótar hafi komið til Kópaskers vegna lágs húsnæðisverðs. Samkvæmt heimildum Vísis var hópurinn að skoða hús til sölu á Kópaskeri. Árásin var gerð í öðru húsi í eigu bæjarins. Þar býr fórnarlambið og vinkona hans. Árásin var gerð í íbúð vinkonunnar. Segja má að veðrið á Kópaskeri umrætt föstudagskvöld hafi verið algjör andstaða við veðrið sumardaginn þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Orðrómur hefur verið uppi um að um handrukkun hafi verið að ræða. Bergur segir engin gögn staðfesta það þótt hann hafi heyrt sögusagnir. Enn sé óljóst hvert tilefni árásarinnar var. Rætt hefur verið við ferðafélaga árásarmannsins sem urðu að sögn Bergs ekki vitni að líkamsárásinni. Þau voru handtekin á Kópaskeri umrædda nótt ásamt árásarmanninum en sleppt daginn eftir að lokinni skýrslutöku. Öll þrjú hafa komið við sögu lögreglu og þolandinn sömuleiðis. Bergur staðfestir að ölvun hafi verið áberandi hjá aðilum málsins. Veltu bíl á leiðinni á Kópasker Það er ekki á hverjum degi sem alvarleg líkamsárás er gert í þorpinu Kópaskeri þar sem íbúar eru rétt yfir hundrað. Aðfaranótt laugardags var óveður á Norðurlandi eystra og ófært á svæðið. Fyrir vikið leið nokkuð langur tími frá því að árásin var tilkynnt og þar til lögregla komst á svæðið og handtók mennina. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi ellefu menn í útkallið, tvo rannsakendur og níu lögreglumenn. Komu þeir frá Þórshöfn, Húsavík og Akureyri. Auk þess var þyrla Landhelgisgæslunnar send með sérsveitarmenn norður. Samkvæmt heimildum Vísis var annar hópur sérsveitarmanna tilbúin að fara norður en til þess kom ekki. Vegna færðarinnar gekk lögreglumönnunum norðan heiða erfiðlega að komast á vettvang. Einum bíl var ekið inn í snjóskafl og velti á veginum. Að sögn Bergs slasaðist hvorugur lögreglumannanna sem voru í bílnum. Hann fór heilan hring í veltunni en í mjúku undirlag. Bíllinn var á litlum hraða og lýsir Bergur veltunni sem þægilegri. Breytir miklu nái hinn grunaði ekki meðvitund Skýrsla var tekin af fórnarlambinu á miðvikudag og vinkonu hans í gær. Bergur segir að með því hafi rannsóknin í raun farið aftur af stað en lítið hafi þokast á meðan ekki var hægt að ræða við neinn. Auk þess breyti mjög miklu að ekki sé hægt að ræða við meintan geranda. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hann enn meðvitundarlaus, nú tæpri viku eftir árásina, og lítil von að það breytist. Bergur Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.Vísir/Vilhelm Bergur segir ekkert geta tjáð sig um líðan hans. En hefur það ekki áhrif á rannsókn lögreglu fari svo að ekki verði hægt að sækja meintan árásarmann til saka? „Það breytir náttúrulega öllu. En við þurfum samt að halda rannsókn áfram til að átta okkur á því hvað átti sér stað þarna.“ Eftirlitsnefnd með lögreglu skoðar málið Samkvæmt heimildum Vísis er til skoðunar hvort að undirliggjandi veikindi sem hinn meinti árásarmaður glímdi við og lögregla var ekki meðvituð um hafi orðið þess valdandi að hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum. Bergur segist ekkert geta tjáð sig um þennan anga málsins. „Þessi þáttur sem lítur að því að hann er fluttur meðvitundarlaus úr klefa lögreglu til sjúkrastofnunar fær sérstaka skoðun hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu og héraðssaksóknara sem ber að rannsaka þegar svona gerist,“ segir Bergur. Þar verði öll gögn tekin til skoðunar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:08.
Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Þolandi árásarinnar vaknaður og kominn til Húsavíkur Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þolandi árásarinnar vaknaður og kominn til Húsavíkur Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05
Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05
Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. 4. mars 2020 14:05