Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:22 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA. Aðsend Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira