Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2020 10:38 Það er lítið að gera hjá flugvélum Icelandair þessa dagana. Vísir/Vilhelm Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar. Þetta kemur fram í kynningu á tilboði Icelandair til félagsins sem sent var á félagsmenn, en formaður félagsins hefur gagnrýnt það að forvarsmenn Icelandair hafi sent tilboðið milliliðalaust til félagsmanna, og vakið athygli á því að ekki sé um nýjan kjarasamning að ræða. Samningsumboðið sé hjá félaginu. Í kynningu á tilboðinu segir að á síðustu árum hafi flugmenn Icelandair staðið sig afar vel þegar kemur að stundvísi og eldsneytisnotkun en færa megi rök fyrir því að óheppilegt sé að tengja saman launagreiðslur og öryggistengd mál. Því er lagt til að komið sé á „heppilegra“ fyrirkomulagi sem tengi beint saman fjárhagslegan ávinning fyrirtækisins og flugmanna. „Í stuttu máli virkar kaupaukakerfið sem lagt er til þannig að 3,6% af öllum rekstrarhagnaði(EBIT) Icelandair umfram lágmarksarðsemi (skilgreind sem 3,5% EBIT-hlutfall) rennur í pott sem er dreift til flugmanna félagsins í hlutfalli við starfshlutfall og grunnlaun. Takist að auka samkeppnishæfni Icelandair vonast forsvarsmenn félagsins til þess að hið nýja kaupaukakerfi muni skila flugmönnum merkjanlegra hærri kaupaukagreiðslum. Engar launahækkanir út 2022 Tekið er fram að rauði þráðurinn í tillögunum sé að auka vinnuframlag flugmanna Icelandair en standa vörð um launakjörin og líkja forsvarsmenn Icelandair tillögunum við breytingar sem gerðar hafa verið á samningum flugmanna Aer Lingus, British Airways, Lufthansa og Norwegian. Þannig miði tillögurnar að meðalflugtímum flugmanna muni fjölga um 12,8 prósent á ársgrundvellii, gildi eins viðbótar Evrópuflugs í mánuði eins og það er orðað. Eftirfarandi samantekt á breytingartillögum Icelandair má finna í þeim skjölum sem send voru til félagsmanna FÍA: Fella úr gildi hámarksflugtíma á 15, 30 og 90 dögum. Áfram verða hámarksflugtímareglursamkvæmt reglugerð. Fella úr gildi +2 klst við hvíldartíma þegar hvíld er tekin í heimahöfn. Þessi breyting myndihafa það í för með sér að seinki heimkomu til 18:00 úr morgunflugi væri hægt að kveða flugmann til starfa morguninn eftir. Fella úr gildi ákvæði sem segir að bæta skuli við hvíldartíma tímamismun milli þeirra staða þar sem áhöfn fær hvíld og tók síðast hvíld. Einnig skal fella úr gildi ákvæði sem segir að bæta skuli að lágmarki fjórum klukkustundum við vakttíma þegar hvíld er reiknuð vegna fluga til Norður Ameríku þar sem flogið er yfir að minnsta kosti 7 tímabelti. Þessi breyting býr til sveigjanleika til að sækja á nýja áfangastaði þar sem hvíldartímareglur færast nær viðmiðum reglugerðar. Dæmi: SEA flug í seinkun, þá eru minni líkur á því að heimför raskist ef seinkun verður á brottför frá KEF. Rýmkun á ákvæði 04-4 g. svohljóðandi: Fari einn eða fleiri frídagar í hönd að lokinni tveggja nátta hvíld má dagurinn að lokinni hvíld einnar nætur teljast frídagur. Gildir þetta um öll Ameríkuflug. Sem dæmi eftir flug frá SEA er hægt að setja frídag eftir fyrstu næturhvíld ef tveir eða fleiri frídagar fari í hönd. Að allir flugmenn geti gengið að vísu einu helgarfríi í mánuði í stað 1,5 helgarfría auk viðbótarhelgarfrís þriðja hvern mánuð (aðrar reglur hafa gilt um nýliða). Að kveða megi flugmann til starfa klukkan 06:00 daginn eftir frídag með þeim takmörkunum að á tímabilinu 1.6 til 31.8 má eingöngu kveða flugmann svo snemma til starfa tvisvar sinnum í mánuði. Hingað til hefur ekki mátt kveða flugmenn til starfa fyrir klukkan 08:00 daginn eftir frídag. Með þessari breytingu verður auðveldara að búa til áhafnaskrá sem lágmarkar flugþreytu með því að byrja flug seríu á morgunflugum og enda á kvöldflugum eða US/CAN flugum. Þeim tilfellum sem lágmarkshvíld er tekin eftir US/CAN flug og morgunflug fylgir mun því fækka. Ef um er að ræða vinnudag eftir samningsbundið helgarfrí gildi reglan að ofan ekki. Þ.e.,þá má ekki kveða flugmann til starfa fyrr en klukkan 08:00 í fyrsta lagi. „Samanlagt myndu þessar breytingar færa Icelandair frá því að vera flugfélag þar sem flugmenn fljúga hlutfallslega fáa tíma í að vera samkeppnishæft við önnur flugfélög á okkar mörkuðum,“ segir í tillögunum. Lagt er til að samningurinn gildi út árið 2025 og að á samningstímanum sé gert ráð fyrir að launahækkanir verði með eftirfarandi hætti, að lágmarki: Árin 2021 og 2022, meðan reksturinn jafnar sig eftir COVID-19 áfallið, verða engar launahækkanir. Launahækkun verður 2,5% árið 2023, 3,5% árið 2024 og 3,5% árið 2025. Icelandair rær nú lífróður vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnir félagið á að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjáraukningu á næstu vikum og eru samningaviðræður félagsins við flugfreyjur og flugmenn félagsins liður í því að ná fram hagræðingu svo áfram megi tryggja starfsemi félagsins. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar. Þetta kemur fram í kynningu á tilboði Icelandair til félagsins sem sent var á félagsmenn, en formaður félagsins hefur gagnrýnt það að forvarsmenn Icelandair hafi sent tilboðið milliliðalaust til félagsmanna, og vakið athygli á því að ekki sé um nýjan kjarasamning að ræða. Samningsumboðið sé hjá félaginu. Í kynningu á tilboðinu segir að á síðustu árum hafi flugmenn Icelandair staðið sig afar vel þegar kemur að stundvísi og eldsneytisnotkun en færa megi rök fyrir því að óheppilegt sé að tengja saman launagreiðslur og öryggistengd mál. Því er lagt til að komið sé á „heppilegra“ fyrirkomulagi sem tengi beint saman fjárhagslegan ávinning fyrirtækisins og flugmanna. „Í stuttu máli virkar kaupaukakerfið sem lagt er til þannig að 3,6% af öllum rekstrarhagnaði(EBIT) Icelandair umfram lágmarksarðsemi (skilgreind sem 3,5% EBIT-hlutfall) rennur í pott sem er dreift til flugmanna félagsins í hlutfalli við starfshlutfall og grunnlaun. Takist að auka samkeppnishæfni Icelandair vonast forsvarsmenn félagsins til þess að hið nýja kaupaukakerfi muni skila flugmönnum merkjanlegra hærri kaupaukagreiðslum. Engar launahækkanir út 2022 Tekið er fram að rauði þráðurinn í tillögunum sé að auka vinnuframlag flugmanna Icelandair en standa vörð um launakjörin og líkja forsvarsmenn Icelandair tillögunum við breytingar sem gerðar hafa verið á samningum flugmanna Aer Lingus, British Airways, Lufthansa og Norwegian. Þannig miði tillögurnar að meðalflugtímum flugmanna muni fjölga um 12,8 prósent á ársgrundvellii, gildi eins viðbótar Evrópuflugs í mánuði eins og það er orðað. Eftirfarandi samantekt á breytingartillögum Icelandair má finna í þeim skjölum sem send voru til félagsmanna FÍA: Fella úr gildi hámarksflugtíma á 15, 30 og 90 dögum. Áfram verða hámarksflugtímareglursamkvæmt reglugerð. Fella úr gildi +2 klst við hvíldartíma þegar hvíld er tekin í heimahöfn. Þessi breyting myndihafa það í för með sér að seinki heimkomu til 18:00 úr morgunflugi væri hægt að kveða flugmann til starfa morguninn eftir. Fella úr gildi ákvæði sem segir að bæta skuli við hvíldartíma tímamismun milli þeirra staða þar sem áhöfn fær hvíld og tók síðast hvíld. Einnig skal fella úr gildi ákvæði sem segir að bæta skuli að lágmarki fjórum klukkustundum við vakttíma þegar hvíld er reiknuð vegna fluga til Norður Ameríku þar sem flogið er yfir að minnsta kosti 7 tímabelti. Þessi breyting býr til sveigjanleika til að sækja á nýja áfangastaði þar sem hvíldartímareglur færast nær viðmiðum reglugerðar. Dæmi: SEA flug í seinkun, þá eru minni líkur á því að heimför raskist ef seinkun verður á brottför frá KEF. Rýmkun á ákvæði 04-4 g. svohljóðandi: Fari einn eða fleiri frídagar í hönd að lokinni tveggja nátta hvíld má dagurinn að lokinni hvíld einnar nætur teljast frídagur. Gildir þetta um öll Ameríkuflug. Sem dæmi eftir flug frá SEA er hægt að setja frídag eftir fyrstu næturhvíld ef tveir eða fleiri frídagar fari í hönd. Að allir flugmenn geti gengið að vísu einu helgarfríi í mánuði í stað 1,5 helgarfría auk viðbótarhelgarfrís þriðja hvern mánuð (aðrar reglur hafa gilt um nýliða). Að kveða megi flugmann til starfa klukkan 06:00 daginn eftir frídag með þeim takmörkunum að á tímabilinu 1.6 til 31.8 má eingöngu kveða flugmann svo snemma til starfa tvisvar sinnum í mánuði. Hingað til hefur ekki mátt kveða flugmenn til starfa fyrir klukkan 08:00 daginn eftir frídag. Með þessari breytingu verður auðveldara að búa til áhafnaskrá sem lágmarkar flugþreytu með því að byrja flug seríu á morgunflugum og enda á kvöldflugum eða US/CAN flugum. Þeim tilfellum sem lágmarkshvíld er tekin eftir US/CAN flug og morgunflug fylgir mun því fækka. Ef um er að ræða vinnudag eftir samningsbundið helgarfrí gildi reglan að ofan ekki. Þ.e.,þá má ekki kveða flugmann til starfa fyrr en klukkan 08:00 í fyrsta lagi. „Samanlagt myndu þessar breytingar færa Icelandair frá því að vera flugfélag þar sem flugmenn fljúga hlutfallslega fáa tíma í að vera samkeppnishæft við önnur flugfélög á okkar mörkuðum,“ segir í tillögunum. Lagt er til að samningurinn gildi út árið 2025 og að á samningstímanum sé gert ráð fyrir að launahækkanir verði með eftirfarandi hætti, að lágmarki: Árin 2021 og 2022, meðan reksturinn jafnar sig eftir COVID-19 áfallið, verða engar launahækkanir. Launahækkun verður 2,5% árið 2023, 3,5% árið 2024 og 3,5% árið 2025. Icelandair rær nú lífróður vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnir félagið á að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjáraukningu á næstu vikum og eru samningaviðræður félagsins við flugfreyjur og flugmenn félagsins liður í því að ná fram hagræðingu svo áfram megi tryggja starfsemi félagsins.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira