Innlent

Hótel­stjóri Hótel Sögu segir á­kvörðun stjórn­valda ljós í myrkrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hótelstjóri Hótel Sögu segir ákvörðun stjórnvalda varðandi erlenda ferðamenn ljós í myrkri.
Hótelstjóri Hótel Sögu segir ákvörðun stjórnvalda varðandi erlenda ferðamenn ljós í myrkri. Vísir/Vilhelm

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu, kveðst fagna því mjög að frá og með 15. júní verði ferðamönnum sem koma hingað til lands boðið upp á að fara í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í stað tveggja vikna sóttkvíar.

„Þetta byggist á öðrum landamærum fyrst og fremst en mér finnst mjög metnaðarfullt að við skulum koma svona snemma fram með þessa tillögu,“ sagði Ingibjörg í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Ingibjörg segir þessa ákvörðun stjórnvalda ljós í myrkri og hún hafi komið fyrr en hún átti von á. Aðspurð hvað hún þýði fyrir rekstur Hótel Sögu, þar sem allir starfsmenn eru á uppsögn, segir Ingibjörg að opnist núna hugsanlega á ákveðin sérverkefni.

„Vegna þess að við höfum heyrt það að kvikmyndatökumenn hafa áhuga á að koma til Íslands og svo þeir sem vilja ferðast þeir vilja nú ábyggilega koma þar sem er falleg náttúra og nóg pláss því nú vill fólk vera aleitt einhvers staðar en ekki í mjög þéttum hóp.“

Klippa: Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri Hótel Sögu fagnar ákvörðun stjórnvalda



Fleiri fréttir

Sjá meira


×