Væntanlegur fjöldi ferðamanna ekki aðalmálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 16:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira