Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 15:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir afléttingar á ferðatakmörkunum á fundi í Safnahúsinu nú klukkan þrjú. Í baksýn eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. Blaðamannafundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 í dag. Boðað var að þar yrðu kynntar afléttingar á ferðatakmörkunun, sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins frá því í mars. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví. Klippa: Ríkisstjórnin kynnir afléttingu ferðatakmarkana Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs Auk áðurnefndrar niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli er gert er ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum. Grænland og Færeyjar tekin af listanum Katrín kynnti einnig á fundinum nú klukkan þrjú að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví frá og með 15. maí, þ.e. næsta föstudag. Sú sóttkví verði útvíkkun á því sem hefur verið kallað Sóttkví B og mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni, svo sem kvikmyndagerðafólk, fréttamenn, vísindamenn og íþróttafólk. Nánari upplýsingar um Sóttkví B má nálgast hér. Þá hefur heilbrigðisráðherra fallist á tillögu þess efnis að taka Færeyjar og Grænland, þar sem veiran hefur ekki greinst lengi, af lista yfir hááhættusvæði. Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði, sem hingað til hafa verið öll lönd, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Tilslakanir verða þannig gerðar á reglum um sóttkví fyrir þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. Blaðamannafundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 í dag. Boðað var að þar yrðu kynntar afléttingar á ferðatakmörkunun, sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins frá því í mars. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví. Klippa: Ríkisstjórnin kynnir afléttingu ferðatakmarkana Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs Auk áðurnefndrar niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli er gert er ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum. Grænland og Færeyjar tekin af listanum Katrín kynnti einnig á fundinum nú klukkan þrjú að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví frá og með 15. maí, þ.e. næsta föstudag. Sú sóttkví verði útvíkkun á því sem hefur verið kallað Sóttkví B og mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni, svo sem kvikmyndagerðafólk, fréttamenn, vísindamenn og íþróttafólk. Nánari upplýsingar um Sóttkví B má nálgast hér. Þá hefur heilbrigðisráðherra fallist á tillögu þess efnis að taka Færeyjar og Grænland, þar sem veiran hefur ekki greinst lengi, af lista yfir hááhættusvæði. Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði, sem hingað til hafa verið öll lönd, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Tilslakanir verða þannig gerðar á reglum um sóttkví fyrir þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29
Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02