Íslandsmeistarar dagsins: Galdrakona frá Ísrael og langþráður titill eftir fullkomið tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 12:30 Guðbjörg Norðfjörð og Hanna B. Kjartansdóttir hlaupa sigurhringinn með Íslandsbikarinn á síðum Dags og á litlu myndinni má sjá hina mögnuðu Limor Mizrachi. Skjámynd/Dagur Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 3. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru kvennalið KR í körfubolta sem vann ellefta Íslandsmeistaratitil félagsins 3. apríl 1999. Þegar tímabilið 1998-99 rann upp hafði KR-liðið tapað fimm úrslitaeinvígum á árunum 1993 til 1998 og kvennalið KR hafði enn fremur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1987. Forsíðan á íþróttakálfi DV eftis sigur KR liðsins vorið 1999.Skjámynd/DV Unnu alla 28 leiki sína á tímabilinu Tímabilið 1998-99 var hins vegar fullkomið af öllu leiti því KR-liðið vann alla 25 leiki sína í deild og úrslitakeppni og varð einnig bikarmeistari. Liðið vann alla 28 leiki sína á tímabilinu. Það sem gerði útslagið var koma hinnar ísraelsku Limor Mizrachi en þessi galdrakona gerði KR-konur algjörlega ósigrandi. Limor Mizrachi var með 23 stig, 9 fráköst, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta í bikarúrslitaleiknum og í úrslitaeinvíginu á móti Keflavík var hún með 28,7 stig, 7,0 fráköst, 7,3 stoðsendingar og 5,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Boltaleiknin og leiðtogahæfileikarnir var eitthvað sem enginn hafði séð í íslensku kvennakörfunni fram að því. Þetta KR-lið kemur sterklega til greina sem besta lið alla ríma en ellefu leikmenn liðsins höfðu spilað með landsliðinu og í því voru á þeim tíma fjórar af sjö leikjahæstu landsliðskonum sögunnar. KR-konur fagna sigrinum á síðum DV.Skjámynd/DV Lánaði númerið sitt en tók um leið loforð af Limor Guðbjörg Norðfjörð, fyrirliði KR, var búin að spila í efstu deild í þrettán ár en varð nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Guðbjörg hafði alltaf spilað í treyju númer fjórtán en lánaði Limor Mizrachi hana á þessu tímabili en tók um leið af henni loforð að KR yrði Íslandsmeistari. „Ég hef nokkrum sinnum lent í þeirri aðstöðu að tapa úrslitaleikjum eins og stelpurnar í KR, og því var mér í mun að hjálpa liðinu að verða Íslandsmeistari. Það tókst, enda lögðust allir leikmenn á eitt að ná þessum árangri,“ sagði Limor Mizrachi við Morgunblaðið. „Við höfum haft góðan mannskap síðustu árin en ekki náð almennilega saman fyrr en nú. Ísraelski leikmaðurinn Limor Mizrachi hafði góð áhrif á liðsheildina og stóð sig einstaklega vel í úrslitakeppnin. Í þriðja leiknum hafði hún mikla yfirburði yfir aðra leikmenn og skoraði 40 stig. Það er frábært að fá tækifæri til þess að spila með jafn góðum leikmanni og Limor er,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð við Morgunblaðið. Limor Mizrachi kom ekki aftur til íslands en varð meistari í Ísrael, Póllandi og Króatíu næstu ár á eftir. KR Íslandsmeistari 1999 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 3.apríl Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Óskar Kristjánsson Fyrirliði: Guðbjörg Norðfjörð Árangur: 20 sigrar og 0 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 100 prósent sigurhlutfall (25-0) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Limor Mizrachi 86 stig (28,7 í leik) Guðbjörg Norðfjörð 30 stig (10,0) Hanna Björg Kjartansdóttir 28 stig (9,3) Kristín Björk Jónsdóttir 27 stig (9,0) Helga Þorvaldsdóttir 27 stig (9,0) Linda Stefánsdóttir 13 stig (4,3) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Anna María Sveinsdóttir þjálfaði Keflavíkurliðið og fór einnig fyrir liðinu innan vallar þegar Keflavíkurkonur unnu sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í kvennakörfunni á þessum degi fyrir sautján árum. 2. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Tvö kvennalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitla 1. apríl og áttu þau það sameiginlegt að liðin náðu titlinum á seiglunni meira en nokkuð öðru. 1. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 3. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru kvennalið KR í körfubolta sem vann ellefta Íslandsmeistaratitil félagsins 3. apríl 1999. Þegar tímabilið 1998-99 rann upp hafði KR-liðið tapað fimm úrslitaeinvígum á árunum 1993 til 1998 og kvennalið KR hafði enn fremur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1987. Forsíðan á íþróttakálfi DV eftis sigur KR liðsins vorið 1999.Skjámynd/DV Unnu alla 28 leiki sína á tímabilinu Tímabilið 1998-99 var hins vegar fullkomið af öllu leiti því KR-liðið vann alla 25 leiki sína í deild og úrslitakeppni og varð einnig bikarmeistari. Liðið vann alla 28 leiki sína á tímabilinu. Það sem gerði útslagið var koma hinnar ísraelsku Limor Mizrachi en þessi galdrakona gerði KR-konur algjörlega ósigrandi. Limor Mizrachi var með 23 stig, 9 fráköst, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta í bikarúrslitaleiknum og í úrslitaeinvíginu á móti Keflavík var hún með 28,7 stig, 7,0 fráköst, 7,3 stoðsendingar og 5,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Boltaleiknin og leiðtogahæfileikarnir var eitthvað sem enginn hafði séð í íslensku kvennakörfunni fram að því. Þetta KR-lið kemur sterklega til greina sem besta lið alla ríma en ellefu leikmenn liðsins höfðu spilað með landsliðinu og í því voru á þeim tíma fjórar af sjö leikjahæstu landsliðskonum sögunnar. KR-konur fagna sigrinum á síðum DV.Skjámynd/DV Lánaði númerið sitt en tók um leið loforð af Limor Guðbjörg Norðfjörð, fyrirliði KR, var búin að spila í efstu deild í þrettán ár en varð nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Guðbjörg hafði alltaf spilað í treyju númer fjórtán en lánaði Limor Mizrachi hana á þessu tímabili en tók um leið af henni loforð að KR yrði Íslandsmeistari. „Ég hef nokkrum sinnum lent í þeirri aðstöðu að tapa úrslitaleikjum eins og stelpurnar í KR, og því var mér í mun að hjálpa liðinu að verða Íslandsmeistari. Það tókst, enda lögðust allir leikmenn á eitt að ná þessum árangri,“ sagði Limor Mizrachi við Morgunblaðið. „Við höfum haft góðan mannskap síðustu árin en ekki náð almennilega saman fyrr en nú. Ísraelski leikmaðurinn Limor Mizrachi hafði góð áhrif á liðsheildina og stóð sig einstaklega vel í úrslitakeppnin. Í þriðja leiknum hafði hún mikla yfirburði yfir aðra leikmenn og skoraði 40 stig. Það er frábært að fá tækifæri til þess að spila með jafn góðum leikmanni og Limor er,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð við Morgunblaðið. Limor Mizrachi kom ekki aftur til íslands en varð meistari í Ísrael, Póllandi og Króatíu næstu ár á eftir. KR Íslandsmeistari 1999 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 3.apríl Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Óskar Kristjánsson Fyrirliði: Guðbjörg Norðfjörð Árangur: 20 sigrar og 0 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 100 prósent sigurhlutfall (25-0) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Limor Mizrachi 86 stig (28,7 í leik) Guðbjörg Norðfjörð 30 stig (10,0) Hanna Björg Kjartansdóttir 28 stig (9,3) Kristín Björk Jónsdóttir 27 stig (9,0) Helga Þorvaldsdóttir 27 stig (9,0) Linda Stefánsdóttir 13 stig (4,3)
KR Íslandsmeistari 1999 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 3.apríl Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Óskar Kristjánsson Fyrirliði: Guðbjörg Norðfjörð Árangur: 20 sigrar og 0 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 100 prósent sigurhlutfall (25-0) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Limor Mizrachi 86 stig (28,7 í leik) Guðbjörg Norðfjörð 30 stig (10,0) Hanna Björg Kjartansdóttir 28 stig (9,3) Kristín Björk Jónsdóttir 27 stig (9,0) Helga Þorvaldsdóttir 27 stig (9,0) Linda Stefánsdóttir 13 stig (4,3)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Anna María Sveinsdóttir þjálfaði Keflavíkurliðið og fór einnig fyrir liðinu innan vallar þegar Keflavíkurkonur unnu sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í kvennakörfunni á þessum degi fyrir sautján árum. 2. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Tvö kvennalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitla 1. apríl og áttu þau það sameiginlegt að liðin náðu titlinum á seiglunni meira en nokkuð öðru. 1. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Anna María Sveinsdóttir þjálfaði Keflavíkurliðið og fór einnig fyrir liðinu innan vallar þegar Keflavíkurkonur unnu sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í kvennakörfunni á þessum degi fyrir sautján árum. 2. apríl 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Tvö kvennalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitla 1. apríl og áttu þau það sameiginlegt að liðin náðu titlinum á seiglunni meira en nokkuð öðru. 1. apríl 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn