Einn aldraður á Bergi í Bolungarvík með Covid-19 og tveir í einangrun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:52 Berg í Bolungarvík er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Bolungarvík.is Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14
Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35