„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 20:29 María er ósátt með orð sem Ragnar Þór hefur látið falla um stjórn Icelandair. Vísir/Aðsend/Vilhelm María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir „ömurlegt“ að lesa um það sem hún kallar „árásir“ Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á stjórnendur Icelandair. Hún segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. Fyrr í dag birti Ragnar Þór pistil á Vísi þar sem hann varaði flugstéttir við því að láta Icelandair kúga sig. „Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins,“ skrifaði Ragnar Þór meðal annars. Tilefnið eru viðræður starfsfólks Icelandair við flugfélagið í samhengi við orð forstjóra félagsins þess efnis að starfsfólkið sé helsta fyrirstaða þess að Icelandair verði bjargað. Ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí svo félagið eigi möguleika á að vera áfram starfandi. Samkennd innan félagsins mikil Í færslu sinni segir María að margt starfsfólk Icelandair leggi nú nótt við dag til þess að bjarga félaginu úr mestu hremmingum í sögu þess. Hún segist trúa því að enn sé von, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Hún segir samkennd starfsfólks í ástandinu sem nú er uppi vera mikla, og hún spili stórt hlutverk. Hún virðist hins vegar setja spurningamerki við þá umræðu sem nú hefur skapast í kring um kjaraviðræður Icelandair við flugstéttir. „Það er auðvitað dapurlegt að þurfa að fara fram á að starfsfólk samþykki skert kjör - en hvernig er hinn kosturinn? Ef Icelandair verður gjaldþrota, sem því miður er enn mögulegt, verður eflaust sett á stofn nýtt félag sem þá semur upp á nýtt við starfsfólk. Núgildandi samningar Icelandair við sitt fólk verða tæplega fyrirmyndir,“ skrifar María. Hún segir erfitt að þurfa að kyngja því að falla þurfi frá áratuga ávinning stéttarfélaga flugfreyja og annarra flugstétta. Hún spyr þó hvort ekki sé mikilvægast að halda Icelandair á lífi, svo hægt sé að sækja kjarabætur að nýju síðar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm Segir auðvelt að mistúlka orð Boga „Orð Boga um að helsta fyrirstaðan fyrir því að það takist að bjarga Icelandair séum „við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu” hafa fengið hörð viðbrögð víða, ekki síst hjá forystumönnum í verkalýðshreyfingunni,“ skrifar María. Hún segist að mörgu leyti skilja þau viðbrögð sem ummæli forstjórans hafa kallað fram. Hins vegar sé auðvelt að snúa út úr þeim og túlka á versta veg. Hún segist hins vegar hafa skilið orð Boga á annan hátt en forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. „En ef þessi orð eru lesin rétt þá blasir meiningin við: Það er ábyrgð okkar allra að bjarga Icelandair, við sjálf megum ekki vera helsta hindrunin. Ég skil þessi orð hans þannig að hann sé að tala um okkur öll: stjórnendur, okkur sem vinnum á skrifstofunni og höfum þegar samþykkt skert launakjör, og auðvitað líka flugfreyjur, flugmenn og flugvirkja, og aðra starfsmenn.“ María segir að í ljósi þessa finnist henni, „sem félagsmanni í VR, ömurlegt að lesa um árásir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns félagsins, á stjórnendur Icelandair og hvernig hann kýs að snúa út úr orðum forstjórans Ragnar Þór talar um „stjórnendaklíku” Icelandair og veltir fyrir sér hvort ekki væri rétt á þessum tímapunkti að skipta út stjórnendum.“ Hún segir það blasa við að ummæli Ragnars Þórs séu óábyrg og ósanngjörn. „Og ætti formanni VR ekki að vera annt um störf okkar sem vinnum á skrifstofum Icelandair, okkar sem höfum þegar samþykkt skert kjör en um leið lagt á okkur mikla vinnu við að bjarga félaginu? Í venjuleg árferði starfa nokkuð hundruð félagsmenn VR hjá Icelandair. Við viljum halda í þessi störf og vonum að það eigi eftir að birta til,“ skrifar María. Hún segir Icelandair vera komið niður á hnén. Þess vegna þurfi fyrirtækið síst á því að halda að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tali „gáleysislega um stöðu og framtíð félagsins eins og Ragnar Þór gerir.“ Færslu Maríu má lesa í heild sinni hér að neðan. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Varar flugstéttirnar við að láta Icelandair kúga sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur starfsfólk Icelandair til þess að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. 11. maí 2020 13:48 Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir „ömurlegt“ að lesa um það sem hún kallar „árásir“ Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á stjórnendur Icelandair. Hún segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. Fyrr í dag birti Ragnar Þór pistil á Vísi þar sem hann varaði flugstéttir við því að láta Icelandair kúga sig. „Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins,“ skrifaði Ragnar Þór meðal annars. Tilefnið eru viðræður starfsfólks Icelandair við flugfélagið í samhengi við orð forstjóra félagsins þess efnis að starfsfólkið sé helsta fyrirstaða þess að Icelandair verði bjargað. Ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí svo félagið eigi möguleika á að vera áfram starfandi. Samkennd innan félagsins mikil Í færslu sinni segir María að margt starfsfólk Icelandair leggi nú nótt við dag til þess að bjarga félaginu úr mestu hremmingum í sögu þess. Hún segist trúa því að enn sé von, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Hún segir samkennd starfsfólks í ástandinu sem nú er uppi vera mikla, og hún spili stórt hlutverk. Hún virðist hins vegar setja spurningamerki við þá umræðu sem nú hefur skapast í kring um kjaraviðræður Icelandair við flugstéttir. „Það er auðvitað dapurlegt að þurfa að fara fram á að starfsfólk samþykki skert kjör - en hvernig er hinn kosturinn? Ef Icelandair verður gjaldþrota, sem því miður er enn mögulegt, verður eflaust sett á stofn nýtt félag sem þá semur upp á nýtt við starfsfólk. Núgildandi samningar Icelandair við sitt fólk verða tæplega fyrirmyndir,“ skrifar María. Hún segir erfitt að þurfa að kyngja því að falla þurfi frá áratuga ávinning stéttarfélaga flugfreyja og annarra flugstétta. Hún spyr þó hvort ekki sé mikilvægast að halda Icelandair á lífi, svo hægt sé að sækja kjarabætur að nýju síðar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm Segir auðvelt að mistúlka orð Boga „Orð Boga um að helsta fyrirstaðan fyrir því að það takist að bjarga Icelandair séum „við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu” hafa fengið hörð viðbrögð víða, ekki síst hjá forystumönnum í verkalýðshreyfingunni,“ skrifar María. Hún segist að mörgu leyti skilja þau viðbrögð sem ummæli forstjórans hafa kallað fram. Hins vegar sé auðvelt að snúa út úr þeim og túlka á versta veg. Hún segist hins vegar hafa skilið orð Boga á annan hátt en forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. „En ef þessi orð eru lesin rétt þá blasir meiningin við: Það er ábyrgð okkar allra að bjarga Icelandair, við sjálf megum ekki vera helsta hindrunin. Ég skil þessi orð hans þannig að hann sé að tala um okkur öll: stjórnendur, okkur sem vinnum á skrifstofunni og höfum þegar samþykkt skert launakjör, og auðvitað líka flugfreyjur, flugmenn og flugvirkja, og aðra starfsmenn.“ María segir að í ljósi þessa finnist henni, „sem félagsmanni í VR, ömurlegt að lesa um árásir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns félagsins, á stjórnendur Icelandair og hvernig hann kýs að snúa út úr orðum forstjórans Ragnar Þór talar um „stjórnendaklíku” Icelandair og veltir fyrir sér hvort ekki væri rétt á þessum tímapunkti að skipta út stjórnendum.“ Hún segir það blasa við að ummæli Ragnars Þórs séu óábyrg og ósanngjörn. „Og ætti formanni VR ekki að vera annt um störf okkar sem vinnum á skrifstofum Icelandair, okkar sem höfum þegar samþykkt skert kjör en um leið lagt á okkur mikla vinnu við að bjarga félaginu? Í venjuleg árferði starfa nokkuð hundruð félagsmenn VR hjá Icelandair. Við viljum halda í þessi störf og vonum að það eigi eftir að birta til,“ skrifar María. Hún segir Icelandair vera komið niður á hnén. Þess vegna þurfi fyrirtækið síst á því að halda að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tali „gáleysislega um stöðu og framtíð félagsins eins og Ragnar Þór gerir.“ Færslu Maríu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Varar flugstéttirnar við að láta Icelandair kúga sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur starfsfólk Icelandair til þess að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. 11. maí 2020 13:48 Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Varar flugstéttirnar við að láta Icelandair kúga sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur starfsfólk Icelandair til þess að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. 11. maí 2020 13:48
Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent