Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 18:35 Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28
Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15