Segir 60 prósenta launalækkun aldrei hafa komið til tals Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:27 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09