Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 20:45 Frá mótmælum í Stuttgart gegn takmörkunum vegna faraldursins. Mótmælendurnir telja þær brjóta stjórnarskrárvarin réttindi þeirra um samkomu- og trúfrelsi. Vísir/EPA Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43