Flestir starfsmenn Facebook og Google vinna heima til 2021 Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:59 Google gerir ráð fyrir því að opna skrifstofur sínar í júní. Vísir/Getty Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið. Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið.
Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira