Nýi Þórsarinn hoppaði hærra en Vince Carter og McGrady í nýliðabúðum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 16:00 Jahii Carson í leik með ástralska liðinu Wollongong Hawks í október 2014 en þetta var hans fyrsta tímabil sem atvinnumaður utan Bandaríkjanna. Getty/ Joosep Martinson Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018 Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira