Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 18:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Egill „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira