Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 17:58 Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaskrifstofa nái frumvarp ekki fram að ganga. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020 Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020
Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira