Erlent

Faraldur á íranska þinginu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá íranska þinginu.
Frá íranska þinginu. AP/Vahid Salemi

23 þingmenn í Íran hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þetta sagði aðstoðarforseti þingsins í dag og tilkynntu yfirvöld landsins einnig að minnst 77 hafa dáið. Þá er búið að staðfesta að minnst 2.336 hafa smitast af nýju kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum.

Meðlimur í ráðgjafaráði æðstaklerks Íran, Ali Khamenei, hafi dáið vegna veirunnar. Fyrir utan landamæri Kína hafa flestir dáið í Íran.

Sjá einnig: Ráðgjafi æðstaklerks Íran látinn vegna Covid-19

Þá hefur smit greinst í Úkraínu í fyrsta sinn. Maðurinn sem ferðaðist nýverið til Ítalíu og hefur hann verið lagður inn á sjúkrahús í borginni Chernivtsi. Eiginkona hans fór sjálfviljug í einangrun á heimili sínu.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gærkvöldi að undanfarin sólarhring hafi um það bil níu sinnum fleiri tilfelli greinst utan landamæra Kína en innan þeirra. Á heimsvísu væri áframhaldandi útbreiðsla kórónuveirunnar mjög líkleg.

Sjá einnig: Kínverjar komnir í gegnum það versta

BBC ræddi við sérfræðing sem hvetur fólk til að hætta að takast í hendur. Í það minnsta í bili. Hún leggur til að kinka kolli eða slá olnbogum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×