Íslenski boltinn

Meistarakeppnin fer fram fyrstu helgina í júní

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar Vals mæta bikarmeisturum Selfoss í Meistarakeppni KSÍ laugardaginn 7. júní.
Íslandsmeistarar Vals mæta bikarmeisturum Selfoss í Meistarakeppni KSÍ laugardaginn 7. júní. vísir/daníel

Meistarakeppni KSÍ fer fram fyrstu helgina í júní. Þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils.

Meistarakeppni kvenna fer fram laugardaginn 6. júní og Meistarakeppni karla daginn eftir.

Í Meistarakeppni kvenna mæta Íslandsmeistarar Vals bikarmeisturum Selfoss. Leikurinn fer fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda og hefst klukkan 16:00. Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss leikur í Meistarakeppninni.

Íslandsmeistarar KR mæta bikarmeisturum Víkings í Meistarakeppni karla á Meistaravöllum klukkan 19:15 sunnudaginn 7. júní. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1992 sem Víkingar leika í Meistarakeppninni.

Leikirnir í Meistarakeppninni verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst föstudaginn 12. júní með leik Vals og KR. Degi síðar hefst Pepsi Max-deild karla, einnig með leik Vals og KR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×