33,5 milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 13:57 Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. AP/Tony Dejak Um það bil 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Í heildina hafa 33,5 milljónir sótt um bætur á undanförnum sjö vikum. Í febrúar var atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 3,5 prósentum og hafði ekki verið lægra í um 50 ár. Nú hefur fimmti hver Bandaríkjamaður sem var í vinnu í febrúar sótt um atvinnuleysisbætur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. 22,7 milljónir eru á atvinnuleysisbótum. Einhverjum hefur verið hafnað og þar að auki eru fleiri umsafnir til skoðunar. 22,7 milljónir samsvara 15,5 prósentum vinnuaflsins sem rétt hefur á atvinnuleysisbótum. Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. Búist er við því að opinberar atvinnuleysistölur, sem birtar verða á morgun, muni sýna mesta atvinnuleysi Bandaríkjanna frá því því mælingar hófust eftir seinni heimsstyrjöldina. AP segir líkur á því að þær tölur muni þó ekki fanga ástandið fullkomlega. Margir vinni færri tíma en áður og aðrir hafi þurft að sætta sig við lækkuð laun. Þá séu margir sem hafi ekki enn skráð sig atvinnulausa. Fólk sem eigi ef til vill ekki rétt á bótum og átti sig á því að mjög erfitt sé að finna vinnu um þessar mundir. Þá hafa hagfræðingar spáð því að samdráttur á vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna verði um 40 prósent á öðrum ársfjórðungi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Um það bil 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Í heildina hafa 33,5 milljónir sótt um bætur á undanförnum sjö vikum. Í febrúar var atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 3,5 prósentum og hafði ekki verið lægra í um 50 ár. Nú hefur fimmti hver Bandaríkjamaður sem var í vinnu í febrúar sótt um atvinnuleysisbætur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. 22,7 milljónir eru á atvinnuleysisbótum. Einhverjum hefur verið hafnað og þar að auki eru fleiri umsafnir til skoðunar. 22,7 milljónir samsvara 15,5 prósentum vinnuaflsins sem rétt hefur á atvinnuleysisbótum. Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. Búist er við því að opinberar atvinnuleysistölur, sem birtar verða á morgun, muni sýna mesta atvinnuleysi Bandaríkjanna frá því því mælingar hófust eftir seinni heimsstyrjöldina. AP segir líkur á því að þær tölur muni þó ekki fanga ástandið fullkomlega. Margir vinni færri tíma en áður og aðrir hafi þurft að sætta sig við lækkuð laun. Þá séu margir sem hafi ekki enn skráð sig atvinnulausa. Fólk sem eigi ef til vill ekki rétt á bótum og átti sig á því að mjög erfitt sé að finna vinnu um þessar mundir. Þá hafa hagfræðingar spáð því að samdráttur á vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna verði um 40 prósent á öðrum ársfjórðungi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira